Ljósmóðir tekur forystu í fegurðarsamkeppni íslenskra orða á lokadegi kosningarinnar

Ljósmóðir tekur forystu í fegurðarsamkeppni íslenskra orða á lokadegi kosningarinnar. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld, mánudaginn 30. ágúst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er skemmtileg samkeppni um fallegasta orðið og hefur orðið til þess að ég velti meira fyrir mér hvaða orð og orðatiltæki eru falleg og hvers vegna mér finnst þau falleg. Þetta er svona svipuð tilfinning og þegar ég var einu sinni á raddbeitingarnámskeiði hjá Nínu Björk skáldkonu og hún vakti athygli okkar á heitum og köldum orðum. Síðan hef ég fundið hitann og kuldann frá orðum.

Annars væri sniðugt líka að hafa samkeppni um fallegasta orðasambandið/orðatiltækið. Ég myndi þá leggja til "á öldum ljósvakans", það finnst mér skáldlegt og fallegt um tæknimiðla.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.7.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fyndið að þú skulir nefna þetta, Salvör, því það var einmitt verið að spyrja mig í dag hvort þetta væri samkeppni orða eða orðasambanda. Það er nokkuð ljóst að áhuginn á íslenskri tungu er mikill og þátttakan í þessari keppni er framar mínum bestu vonum. Ég hlakka líka verulega til að fara að vinna úr öllu því efni sem hefur rekið á fjörur mínar í þessari skemmtilegu umræðu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.7.2007 kl. 18:11

3 identicon

Nú hækkar % hjá Dalalæðu nokkuð ört með kvöldinu.

En athyglisvert er að fyrir nokkrum mín. var Ljósmóðir kominn í 25% en er núna í 24,8%.

Nú er gaman þegar % poppar bæði upp og niður .

Björg Guðjónsdóttir 30.7.2007 kl. 20:49

4 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Afhverju fær mín ekki 0,1% en það er orðið æðruleysi

Þóra Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Greinilega mörg verðug orð sem ekki ná brautargengi. Þessi síðasti klukkutími getur orðið spennaid.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.7.2007 kl. 22:51

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Spennandi ... átti þetta að vera ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.7.2007 kl. 22:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband