Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Kærleikur á toppnum í fegurðarsamkeppni íslenskra orða þriðja daginn í röð en ljósmóðir nánast jöfn
25.7.2007 | 08:36
Heimsókn í Foreldrahúsið
24.7.2007 | 17:21
Ég skrapp i hádeginu að heimsækja Foreldrahúsið sem Vímulaus æska rekur með miklum myndarbrag. Var komin með alvarleg ,,fráhvarfseinkenni" eftir að hafa starfað með samtökunum í 12-14 ár eða þar til ég sagði af mér formennsku í vetur eftir að hafa verið formaður í nánast ósiðlega langan tíma. Af því ég hætti í stjórninni í leiðinni á ég sjaldan erindi þangað og þarf eiginlega að gera mér erindi til að hitta það ágæta fólk sem þar starfar.
Mér þykir alltaf mjög vænt um þessi samtök og það verk sem er verið að vinna á vegum þeirra er hreinlega ómetanlegt, en jafnframt allt of ósýnilegt. Þrátt fyrir að aldrei hafi tekist að byggja upp einhverja stórkostlega múgsefjun (sem reyndar hefði verið mjög gagnlegt) í kringum starf samtakanna, þá hefur árangurinn alltaf verið ótrúlega góður.
Samt finn ég sambland af gleði og magnleysi eftir heimsókn í Foreldrahúsið, gleði yfir öllu því góða fólki sem vinnur sleitulaust að því sem Vímulaus æska er að gera þessa dagana, en það er ekkert smávegis:
- að sinna krökkunum sem þarf að styðja að meðferð lokinni Vímulaus æska hefur fyllt inn í þá eyðu sem var með því að stofna hópa fyrir þessa krakka og veita þeim gott aðhald og mikla lífsfyllingu á erfiðum tíma og oft við erfiðar aðstæður
- að sinna foreldrum og öðrum aðstandendum krakka sem eru að byrja að fikta við áfengi og vímuefni og valda sínum nánustu áhyggjum þarna er ráðgjöf virkasta vörnin
- að sinna fjölskyldum langt leiddra fíkla það er oft þrautaganga gegnum kerfið og fjölskyldur þurfa á öllum þeim stuðningi að halda sem hægt er að veita þeim
Og magnleysi: Ég veit að sumt af því sem starfsfólk foreldrahússins kynnist í sínu starfi er átakanlegra en orð fá lýst, einkum er það erfitt þegar krakkar eiga í hlut sem eru virkilega að reyna að bæta líf sitt með vímuleysi. Því miður eru ekki aðstæður allra jafn góðar. Þótt við Íslendingar státum okkur af því að hafa náð nokkrum árangri í baráttunni gegn vímuefnum þá bætir það ekki aðstæður þeirra sem eru að brjótast út úr vandanum né þeirra sem þrátt fyrir tölulega góðan árangur eru að ánetjast vímuefnum. Þarna er oftast um bráðunga einstaklinga að ræða.
Fann það líka að umræður um lækkun áfengiskaupaaldurs og vilja ráðamanna til að lækka verð á áfengi veldur miklum áhyggjum í húsinu, enda oft búið að sýna fram á að hvort tveggja gerir aðgengi unglinga að áfengi greiðara. Einkum eru það áhyggjur af því að aldursmörkin færist niður hjá þeim hópi sem sækir í áfengi. Ég vona að það þurfi ekki mælingar á breyttum veruleika að halda til að sýna hvort þessar spár séu réttar eða ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook
Gæti virkað - markviss hugmyndafræði
24.7.2007 | 09:27
100 dala fartölvan loks í framleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook
Er lokarimman í uppsiglingu? Baráttan milli góðs og góðs (orðs) í fegurðarsamkeppni íslenskra orða
24.7.2007 | 08:20
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook
Prentvilla eða?
23.7.2007 | 13:42
Var að hlusta á Gullbylgjuna með vinnunni. Angurvært lag með Óðni Valdimarssyni: ,,Ég er á förum til fjarlægra landa að finna þar ástir og meyjar og vín .... " er kynnt á vef Gullbylgjunnar sem Saga formannsins. Nú er það bara spurning hvaða formanns?
Fegurðarsamkeppni íslenskra orða: Ljósmóðir og kærleikur nánast hnífjöfn
23.7.2007 | 01:28
Stórtíðindi í fegurðarsamkeppni íslenskra orða á meðan ég skrapp frá í sumarbústað: Kærleikur ýtti ljósmóður úr efsta sætinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan keppnin hófst sem orðið ljósmóðir hefur ekki forystu.
Dalalæðan lætur enn undan síga þrátt fyrir dygga stuðningsmenn. Á dalalæðan von um fyrsta sætið eða er hún endanlega hætt í toppbaráttunni.
Og hvað segir stuðningsfólk orðsins ljósmóðir? Á að taka því þegjandi og hljóðalaust að orðið víki úr fyrsta sætinu? Kærleikur er vissulega gott og göfugt orð en hefur þó hlotið smá gagnrýni fyrir að vera of ,,skandinavískt" vegna systurorða í tungumálum nágrannanna. Er það atlaga að þjóðarstolti að skandinavískt orð skuli vera á toppnum eða bara samnorrænn stuðningur?
Spennan magnast. Nú hafa hátt í þúsund manns greitt atkvæði og keppnin enn í fullum gangi. En um leið og þátttakan dalar verður gefinn þriggja daga frestur til að ljúka atkvæðagreiðslunni. Í dag hefur verið lítil þátttaka í fyrsta sinn í langan tíma þannig að kannski líður að lokum þessarar keppni fljótlega, það er undir ykkur komið. það er ekki bannað að smala í kosninguna.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook
Kærleikur tekur stórt stökk upp á við og nálgast ljósmóður í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu
20.7.2007 | 17:30
Viðbrögðin sem ég fæ við fréttinni í sjónvarpinu í gær um fegurðarsamkeppnina okkar láta ekki á sér standa. Og nú er ég farin að heyra í fólkinu sem er ekki á netinu. Auðvitað er flestum það ljóst að lokað hefur verið fyrir tilnefningar, en rétt eins og fleiri falleg orð hafa komið til sögunnar eftir það, þá ætla ég að koma hér að smá innleggi úr símtölum og spjalli:
Lausaleikur, þetta orð nefndi ég í gær, afi minn sem var kvensjúkdóma- og fæðingalæknir á fyrri hluta 20. aldarinnar hafði mikið dálæti á þessu orði vegna þess að það væri svo lýsandi fyrir nákvæmlega þær aðstæður sem gátu komið upp, þegar stúlkur áttu börn í lausa-leik (og honum var sannarlega annt um örlög bæði stúlkna og barna) ... þessar aðstæður sem voru á þeim tíma oft erfiðar. Núna held ég að orðið hafi glatað merkingu sinni miðað við aðstæður í samfélaginu - er einhver lengur að tala um að barn fæðist í lausaleik? Ég verð seint þreytt á að minna á það sem dóttir mín sagði, 3ja ára gömul, þegar við foreldrar hennar vorum að fara að gifta okkur: Nei, ert þú að fara að gifta þig, mamma? En gaman, pabbi líka!
Þá hafði samband við mig maður sem var 52 ára þegar hann eignaðist yngsta barnið og þolir ekki orðið örverpi, sem hann heyrir æði oft. Stingur upp á orðinu kvöldljós í staðinn.
Og kona sem hringdi í mig í gær var að velta fyrir sér hvort þátttakan í keppninni hefði verið bundin við nafnorð. Svo er ekki. Henni finnst sögnin að njóta svo falleg.
Og svo er komin stuðningsyfirlýsing frá ljósmóður við orðið ljósmóðir. Því miður get ég ekki kosið fyrir hana en þessu er komið á framfæri.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook