Núll komma eitt prósent - á sigurinn í fegurðarsamkeppni íslenskra orða að velta á prósentubroti?

Skreppitúr í sumarbústaðinn var aðeins lengri en ég hélt að hann yrði. Á meðan ég var í burtu átti ég von að annað hvort orðanna á toppnum myndi taka digga forystu, en ónei, það var nú eitthvað annað. Núll komma eitt prósent skilur á milli orðanna tveggja á toppnum, kærleiks og ljósmóður. Ætlar spennan eiginlega að verða óbærileg fram á seinustu stundu? Mér sýnist það eiginlega Crying

Gunnuhelgi í sumarbústaðinum

Ég er svo heppin að eiga bestuvinkonu fyrir norðan, Gunnu á Guðlaugsstöðum. Við höfum verið að reyna að ná að hittast miðja vegu, hallar aðeins á mig, því Gunna verður að fara aðeins lengri veg ef við hittumst í sumarbústaðnum okkar í Borgarfirðinum. En samt, góð áætlun, sem skyndilega varð að veruleika þegar Gunna hringdi á föstudagskvöldin og þurfti að skreppa með stúlku sem vinnur á búinu hennar í Borgarnes. Ég var upptekin til klukkan tólf, en þá renndi ég í nesið og við hittumst í kaupfélaginu sem þessa stundina heitir Samkaup. Og aldeilis fullkominn laugardagur, sitja og spjalla fram á rauða kvöld við Gunnu. Svo sá ég seint í gærkvöldi að Gunna frænka í Borgarnesi hafði hringt. Hafði samband við hana í morgun og hún og Einar hennar komu í síðdegiskaffi upp í bústað og nú treysti ég því að þau fari að venja komur sínar uppeftir til mín og Gunna fyrir norðan geti líka komið sem oftast. Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband