Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Þessar ,,kvenna"konur
30.4.2007 | 18:07
Á 10 ára afmæli kvennafrídagsins var mælst til þess að konur fengju frí til að taka þátt í hátíðarhöldum. Trúnaðarmaður í einu fyrirtæki í Hafnarfirði sagði með mikilli fyrirlitingu að hún væri orðin hundleið á þessum ,,kvenna"konum! þegar grennslaðist fyrir því hvort rétt væri að ekki væri gefið frí á hennar vinnustað.
Ég komst í góðan félagsskap svona ,,kvenna"kvenna í gær á konukvöldi VG í Kópavogi. Rosalega hefur trúnaðarkonan í Hafnarfirði farið mikils á mis, ef hún er sama sinnis og forðum að leggja ekki lag sitt við svona ,,kvenna"konur.
Skelli kannski nokkrum myndum frá kvennakvöldinu ef þær sem ég tók í gær eru skikkanlegar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2007 kl. 01:41 | Slóð | Facebook
Varúð, ríkisstjórin gæti haldið velli
29.4.2007 | 13:02
Ríkisstjórnin gæti haldið velli, samkvæmt nýjustu könnunum. Yfirleitt með minnsta mögulegum meiri hluta, en samt, hvað gera menn ekki til að halda í stólana sína. Magnús Jónsson ráðherra frá Mel (Sjálfstæðismaður) sagði einhverju sinni að það væri erfitt að fá menn til að segja skilið við stólana sína, ,,Þeim þykir svo vænt um þá!"
Og þetta getur gerst:
- Þrátt fyrir að VG, aðalandspyrnuflokkur ríkisstjórnarinnar, sé með blússandi fylgi.
- Þrátt fyrir að stefnumál ríkisstjórnarinnar hafi fengið falleinkun, eitt af öðru.
- Þrátt fyrir að hagur aldraðra og öryrkja sé að dragast langt aftur úr kjörum annarra.
- Þrátt fyrir að ofurlaun séu búin að misbjóða siðgæðisvitund flestra.
- Þrátt fyrir óafturkræf umhverfisspjöll í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Á góðum degi gæti ríkisstjórnin engu að síður fallið. En við megum ekki láta eintóma heppni ráða. Ef VG verður ótvíræður sigurvegari kosninganna verður erfitt að ganga framhjá þeirri staðreynd þegar stjórnarmyndunarumboðinu verður úthlutað. Þaö er eina færa leiðin, og bara býsna góð líka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook
Málmfríður og ótrúleg ferð norður í land
28.4.2007 | 22:39
Var að byrja að segja frá því í gær hvað ég hefði verið hundheppin að kynnast henni Málmfríði Sigurðardóttur fyrir meira en tuttugu árum síðan. Fór sem sagt á Málþing Möllu sem VG fyrir norðan hélt í dag. Ég er greinilega ekki ein um þá skoðun að kynni við hana séu sérstök forréttindi, því málþing Möllu á Akureyri í dag var ein sú einlægasta samkoma sem ég hef komið á. Það sem var öllum efst í huga var að koma því til skila hvaða áhrif Málmfríður hefur haft á samtíma sinn, og ég gæti ekki verið meira sammála. Eftir þingið átti ég lausan næstum klukkutíma áður en vélin átti að fara í bæinn og eyddi honum heima hjá Möllu og hún var bæði hrærð og hugsandi yfir því sem sagt hafði verið um hana, og hrædd um að það væri kannski allt of mikið lof. - En allir töluðu af mikilli einlægni, ertu ekki sammála því? spurði ég hana, og jú, það leyndi sér svo sannarlega ekki. Enda veit ég það að allir sem hafa verið svo lánsamir að kynnast Málmfríði vita að það verður seint hægt að oflofa hana. Sem betur fer stöldruðu margir við húmorinn hennar ekkert síður en þann hafsjó af fróðleik sem hún er, og auðvitað, eins og Jón Hjaltason benti á bæði greind, gáfuð og vitur. Jón er vænn maður en gaf aðeins færi á sér með athugasemdum á ystu nöf, þannig að þegar Málmfríður gekk að honum eftir ávarpið og hvíslaði einhverju að honum, þá lá allt í hlátri næst þeim. Fundarstjóri stóð sig í stykkinu og bað Málmfríði að endurtaka það sem hún hefði sagt við Jón og hún gall við hátt og snjallt: Ég sagði Jóni bara að ég hefði aldrei sagt að hann væri hálfviti!
Takk Vinstri græn fyrir norðan, þetta var vel til fundið og frábærlega heppnað! Og mikið var gaman að hitta fullt af VG fólki, urmul af gömlum Kvennalistavinkonum og öðru góðu fólki. Smá Reunion tilfinning í leiðinni, það var heldur ekki amalegt. Og ekki má gleyma fjölskyldunni hennar Möllu, sem ég hef bæði notið gistivináttu hjá og hitt af ýmsum tilefnum hér og þar. Framlag þeirra til dagskrárinnar var mjög vel heppnað, eins og bara öll atriðin.
Fegurð dagsins á leiðinni heim var ólýsanleg eins og dagurinn allur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook
Málþing Möllu á morgun og Guðfríður Lilja á sunnudagskvöldið
27.4.2007 | 22:51
Stefnir í ótrúlega vinstri græna kvennahelgi. Á morgun ætla ég að kíkja á málþing á Akureyri sem VG heldur til heiðurs Málmfríði vinkonu minni og stórstjörnu úr kvennabaráttunni og VG veröldinni, auk margra annarra afreka hennar á lífsleiðinni. Málmfríður er ein allra skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst, eftir fyrstu kosningarnar sem Kvennalistinn tók þátt í, sátum við næturlangt ásamt fleiri kvennalistakonum á Selfossi og sungum saman íslensk sönglög milli þess sem við rifjuðum upp svona 50-100 uppáhalds ljóðin okkar. Ég varð uppnumin af því að kynnast þessari skemmtilegu konu þá og er enn þakklát fyrir að leiðir okkar lágu saman gegnum kvennabaráttuna.
Síðar vorum við saman á þingi um hríð og fyrsta haustið mitt fórum við einmitt um kjördæmið hennar, þar sem hún þekkti alla og ég meira að segja suma, enda alin upp annars vegar með mömmu og fóstra mínum á kúasýningum og hins vegar með pabba og stjúpu minni á Seyðisfirði, en leiðin lá einmitt um núverandi Norðausturkjördæmi. Gleymi aldrei deginum þegar við keyrðum frá Þorshöfn um Melrakkasléttu með viðkomu á Raufarhöfn, sáum heim til Oddstaða, þar sem ættbálkur vinkonu minnar hefur aðsetur á sumrin, hittum síðan Pétur skólastjóra á Kópaskeri sem var með hörkusamstarf norrænna skóla gegnum tölvusamskipti og smitaði mig af eldmóði sínum, en í ljósi þess að þetta var haustið 1989 (!) þá var það auðvitað rosalegt að skipuleggja internetsamskipti án internets, en Pétur kallaði barnið sitt Imbu. Þeir sem vilja vita meira geta fundið það á þessum link (innsetning linka er óvirk, þannig að hér er slóðin): http://www.ismennt.is/main.asp?id=1&uid=1 Málmfríður var án efa ein af þeim sem hvatti Pétur hvað mest áfram í þessu frábæra starfi.
En alla vega, dagurinn var ekki hálfnaður, viðtalstími á Húsavík, sýna mér Ásbyrgi, smá heimsókn heim í Reykjadalinn og svo var brunað á Akureyri því þar var fundur kl. 21. Malla hvatti mig áfram á bílaleigu-Subaru-num eins og staðan klár, en einhvern veginn hafðist þetta. Mikið óskaplega var þetta skemmtileg ferð og allir sem Malla þekkti á leiðinni, allt sem hún vildi sýna mér, gerði ferðina ógleymanlega og í leiðinni vorum við auðvitað líka að sinna kvennapólitíkinni. Ég hlakka til að fara á málþingið á morgun, húrra VG að standa fyrir því.
Meira seinna um sunnudagskvöldið, en þá verður Guðfríður Lilja gestgjafi fyrir VG konurnar í Kraganum (kl. 20 í Hamraborg 1) og ég hlakka mikið til þess kvölds. Það er svo indælt að sjá allar þessar snilldarkonur koma til liðs við VG, fyrr og nú. Meira um það seinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook
Hinar kosningarnar: Blúsinn er bestur
27.4.2007 | 20:50
Hélt að Baggalútur hefði verið fyndinn, en svo ...
27.4.2007 | 20:17
Þetta er meiri fréttadagurinn. Sumt byrjaði reyndar í fyrr, svo sem hið grímulausa Impregilo mál, annað er rétt að skella á, það er stórbruni í London. En eitt af öðru:
1. Ég skil ekki alveg hvað er að gerast milli stjórnarflokkanna í hermálunum, svo virðist sem Framsókn vilji endilega ná sér í skrautfjöður í hattinn (lítil prýði í henni að mínu mati) en Geir hafi nappað af henni hattinum. Blaðamenn í Noregi og á Íslandi spyrja um krónur og aura og hernarðarandstæðingar beggja landa (ég er i þeim hópi) telur að hér sé verið að stíga óþarfa hernaðarbröltsskref. Greinilega fátt um slíka innan Samfylkingarinnar.
2. Sorglega sápulausa óperan Kárahnjúkar heldur áfram. Núna er Impregilo komið með sjúkraskýrsluígildi (heimild: landlæknir) í hendurnar þvert ofan í lög og reglur. Og er það virkilega svo að enginn geti sagt neitt? Nógu skítt er það að bera vitandi ábyrgð á tjóni á heilsu starfsmanna sinna, hart að sjá að nú eigi að gera sem flesta þeirra tortryggilega og veikindi þeirra, því í þá átt virðist deilan vera að þróast.
3. Jóhannes Geir! Jamm, taugatirtringurinn inna Framsóknar tekur á sig ólíklegustu myndir. Sem betur fer skil ég ekki Framsókn. Heyri nú í fréttum að þetta tengist mögulega einkavæðingu Landsvirkjunar. Með þá bjargföstu trú að lengi geti vont versnað þá finnst mér að ef einkavæða ætti Landsvirkjun yrði hún jafnvel enn háskalegri náttúru landsins, og nógu slæm er hún þó fyrir.
4. Á ég að trúa því að það hafi breytt niðurstöðu prestanna um vígslu samkynhneigða að ekki fékkst leynileg atkvæðagreiðsla um málið? Skil það þannig að fleiri hefðu þorað að leggjast gegn vígslunni undir nafnleynd. Mér finnst þetta sorgleg, ef satt er.
5. Austurstræti þeirra í London er að brenna, sumum Íslendingum er Oxford street jafn kunnuglegt og Austurstrætið. Þarna á milli Regent street og Tottenham Court Road eru m.a. góðar tónlistarverslanir, en þessi bruni er líklega hinu megin við götuna. Háreistari hús en við Lækjartorgið en þetta hús gæti alveg verið gamalt líka.
Er nokkuð að renna upp fyrir mönnum vinstri grænt ljós?
26.4.2007 | 01:02
Skilaboðin hafa verið skýr í hverri könnuninni á fætur annarri, fylgið hefur verið að síga yfir á vinstri græna vænginn.Við sem fögnum höfum verið gætin í tali, aðrir bent á að þetta sé að snúast, ef fylgið sígur niður í 2,5 falt kosningafylgi í stað þrefalds. En kannski er að renna upp fyrir okkur öllum, mér líka, að þetta er líklega hætt að vera tilviljun. Ég hef aldrei efast um að við ættum fylgið skilð, en hins vegar skilið efann sem af og til kom upp í vinstri græna hjartanu.
Kosninganóttin hlýtur að verða spennandi, og já, ég ætla líka að horfa á Eurovision, vona að okkar maður verði þar meðal annarra Evrópustjarna, en það fáum við væntanlega bara að heyra skömmu áður. Annars þarf maður að fara að finna út með hverjum á að halda, alla vega ekki tékknesku Lordi-stælingunni. Eins og ég er bæði hrifin af Tékkum og þungarokki þá er þessi blanda herfileg!
Annars hef ég verið í tiltektum í kvöld, eitt hornið á stofunni hefur ekki vitað hvað það ætlar að verða þegar það verður (aftur) stórt, en er nú orðið hin ljúfasta líkamsræktaraðstaða, með skásýn á sjónvarpið. Og málverkin mín, sem hafa verið bak við skerm allt of lengi eru loksins komin í ljós aftur. Batnandi fjölskyldu er best að lifa.
VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skynsemi og skipulagsslys
24.4.2007 | 21:21
Eins og við var að búast koma einhverjir spekingar og heimta að háhýsi verði reist á litla reitnum þar sem miðbæjarbruninn varð. Þvílík skammsýni, ég ætla að vona að skynsemin ráði ferð, og er reyndar bjartsýn á að svo verði, bæði af viðbrögðum borgarstjóra, borgarfulltrúa, góðri umræðu að frumkvæði VG og ekki síst skemmtilegu viðtali við Pétur Ármannsson arkitekt, í fréttatíma í gærkvöldi. Pétur benti á tvennt sem mér finnst einkum áhugavert, uppbygging húsanna má alveg vera í anda þess besta sem gerðist í ævisögu hvors um sig, og þarna er best að hafa mannlífsauðgandi starfsemi, Pétur brosti svolítið í kampinn þegar hann var spurður hvort það væri ekki fínt að setja safn þarna og benti hæglátlega á að það væri miklu betra að starfsemin væri meira lifandi, benti á IÐU húsið sem gott fordæmi. Pétur klikkar ekki.
Þar sem Pétur á ættir að rekja á Álftanesið höfum við verið svo lánsöm að njóta leiðsagnar hans í áttina að þeirri farsælu lendingu sem náðist í skipulagsmálum miðbæjarins okkar. Það er lausn sem þegar er farin að vekja nokkurn áhuga út í frá og fjölmiðlamenn hafa verið að spyrja hvort hér sé kannski komin fyrirmynd af fleiri miðbæjum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessar hugmyndir sem eru niðurstaða úr arkitektasamkeppni (sigurvegarar Gassa) geta alltaf kíkt á www.alftanes.is - en rauði þráðurinn í þessum hugmyndum er grænn (!) með bílastæði neðanjarðar og grasi grónar gangstéttarhelllur (grassteina).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook
Verðmæti felast í góðum hugmyndum, góðri úrvinnslu og þekkingu - ekki nýjum álverum
23.4.2007 | 13:31
Google orðið verðmætasta vörumerki heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook