Er nokkuð að renna upp fyrir mönnum vinstri grænt ljós?

Skilaboðin hafa verið skýr í hverri könnuninni á fætur annarri, fylgið hefur verið að síga yfir á vinstri græna vænginn.Við sem fögnum höfum verið gætin í tali, aðrir bent á að þetta sé að snúast, ef fylgið sígur niður í 2,5 falt kosningafylgi í stað þrefalds. En kannski er að renna upp fyrir okkur öllum, mér líka, að þetta er líklega hætt að vera tilviljun. Ég hef aldrei efast um að við ættum fylgið skilð, en hins vegar skilið efann sem af og til kom upp í vinstri græna hjartanu.

Kosninganóttin hlýtur að verða spennandi, og já, ég ætla líka að horfa á Eurovision, vona að okkar maður verði þar meðal annarra Evrópustjarna, en það fáum við væntanlega bara að heyra skömmu áður. Annars þarf maður að fara að finna út með hverjum á að halda, alla vega ekki tékknesku Lordi-stælingunni. Eins og ég er bæði hrifin af Tékkum og þungarokki þá er þessi blanda herfileg!

Annars hef ég verið í tiltektum í kvöld, eitt hornið á stofunni hefur ekki vitað hvað það ætlar að verða þegar það verður (aftur) stórt, en er nú orðið hin ljúfasta líkamsræktaraðstaða, með skásýn á sjónvarpið. Og málverkin mín, sem hafa verið bak við skerm allt of lengi eru loksins komin í ljós aftur. Batnandi fjölskyldu er best að lifa.


mbl.is VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband