Skynsemi og skipulagsslys

Eins og við var að búast koma einhverjir spekingar og heimta að háhýsi verði reist á litla reitnum þar sem miðbæjarbruninn varð. Þvílík skammsýni, ég ætla að vona að skynsemin ráði ferð, og er reyndar bjartsýn á að svo verði, bæði af viðbrögðum borgarstjóra, borgarfulltrúa, góðri umræðu að frumkvæði VG og ekki síst skemmtilegu viðtali við Pétur Ármannsson arkitekt, í fréttatíma í gærkvöldi. Pétur benti á tvennt sem mér finnst einkum áhugavert, uppbygging húsanna má alveg vera í anda þess besta sem gerðist í ævisögu hvors um sig, og þarna er best að hafa mannlífsauðgandi starfsemi, Pétur brosti svolítið í kampinn þegar hann var spurður hvort það væri ekki fínt að setja safn þarna og benti hæglátlega á að það væri miklu betra að starfsemin væri meira lifandi, benti á IÐU húsið sem gott fordæmi. Pétur klikkar ekki.

Þar sem Pétur á ættir að rekja á Álftanesið höfum við verið svo lánsöm að njóta leiðsagnar hans í áttina að þeirri farsælu lendingu sem náðist í skipulagsmálum miðbæjarins okkar. Það er lausn sem þegar er farin að vekja nokkurn áhuga út í frá og fjölmiðlamenn hafa verið að spyrja hvort hér sé kannski komin fyrirmynd af fleiri miðbæjum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessar hugmyndir sem eru niðurstaða úr arkitektasamkeppni (sigurvegarar Gassa) geta alltaf kíkt á www.alftanes.is - en rauði þráðurinn í þessum hugmyndum er grænn (!) með bílastæði neðanjarðar og grasi grónar gangstéttarhelllur (grassteina).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég sat í heitum potti í sundlaug í úthverfi í vikunni. Þar skeggræddu 2 menn um "kofana í miðbænum" sem er bara hið besta mál að brenni. "Auðvitað á að byggja almennileg hús þarna" sagði annar maðurinn kumpáslega. Seinna heyrði ég svo sama mann segja, "annars fer ég nú ekki oft í bæjinn, aðallega á 17 júní og þorláksmessu". Ég gat ekki gert að því, ég skellti uppúr :-)

Kristján Kristjánsson, 24.4.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Úpps, það er einmitt svona lið sem tekur hættulegar ákvarðanir

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég hlustaði á Pétur Ármannson og var honum hjartanlega sammála.Vonandi fær skynsemin að ráða að þessu sinni.

Kristján Pétursson, 24.4.2007 kl. 22:50

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það eina skynsamlega er að dæmið sé hugsað til enda og frágengið sé hvaða starfsemi eigi að fá þarna inni.
Að borgin sitji uppi með einhverja"kofa" sem borga þarf árlega einhverjum sérhagsmunasamtökum fyrir að manna er ekki ásættanlegt fyrir borgarbúa.

Grímur Kjartansson, 25.4.2007 kl. 16:03

5 identicon

Af hverju þarf Reykjavíkurborg að gera húsin upp? Hvar er hugvitssama alþýðan þegar á þarf að halda? Ekki situr hún enn þá inni og les sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð :)
Mín hugmynd er sú að háhýsaliðið fái svæðið fyrir neðan Lindargötu og höfnina en þeir fáu timburkofar sem eftir eru í miðbænum fái að standa á meðan einhver tímir að gera þá upp og endurreisa eftir bruna. Mér þykir vænt um kofana og dreymir um að eignast einn en að þvinga samborgarana til að borga fyrir það finnst mér ekki hægt.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson 25.4.2007 kl. 21:29

6 identicon

Af hverju þarf Reykjavíkurborg að gera húsin upp? Hvar er hugvitssama alþýðan þegar á þarf að halda? Ekki situr hún enn þá inni og les sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð :)
Mín hugmynd er sú að háhýsaliðið fái svæðið fyrir neðan Lindargötu og höfnina en þeir fáu timburkofar sem eftir eru í miðbænum fái að standa á meðan einhver tímir að gera þá upp og endurreisa eftir bruna. Mér þykir vænt um kofana og dreymir um að eignast einn en að þvinga samborgarana til að borga fyrir það finnst mér ekki hægt.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson 25.4.2007 kl. 21:37

7 identicon

Getur þú ekki sent þennan Pétur hingað norður til að halda bæjaryfirvöldum hér við efnið? Þau virðast vera komin í þrot og hver höndin upp á móti annarri hér á Akureyri með þetta fína flotta miðbæjarskipulag sem átti að vera með síki og alles. Frekar fúlt hvað góðar skipulagshugmyndir hafa mikla tilhneigingu til að lognast svona út af eftir kosningar.

Anna Ólafsdóttir (anno) 25.4.2007 kl. 21:52

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég hef verið að hugleiða það hvernig t.d. byggingar eins og tvíburaturnarnir færu þarna í miðbænum, og verð að játa að þessi gömlu skemmtilegu hús hafa mikinn sjarma.  Það er mikill sjónarsviftir af þeim, en sjálfsagt er hægt að byggja stærri hús sem henta betur undir atvinnustarfsemi t.d. með góðum kjallara sem falla vel inn í umhverfið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.4.2007 kl. 23:45

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Pétur norður, þú segir nokkuð nafna, hann myndi ábyggilega hafa eitthvað að segja þar, með öll fallegu húsin á Akureyri. En varðandi það að fólkið sjálft geri upp húsið, þá varð nú upphafið að vitundarvakningunni vegna húsanna í miðbænum einmitt þegar fólkið sjálf tók málið í sínar hendur og Torfusamtökin fóru á næturþeli og máluðu Bernhöftstorfuna, sem átti að farga sem einhverjum fúahjöllum, og setja ljót stór hús í staðinn. Takk, Guðjón, fyrir að rijfa upp þá sögu, auðvitað gleður það mitt anarkíska hjarta, eða er það ekki örugglega eitthvað svoleiðis sem þú hafðir í huga?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.4.2007 kl. 01:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband