Hófstillt stemmning en mjög sterk krafa um að nú þurfi að axla ábyrgð

Mótmælin í dag eru þau fyrstu í þessari viðburðaríku viku sem ég tek þátt í og mér fannst þau takast afskaplega vel. Mannfjöldinn sem mætti ætti að taka af öll tvímæli um að fólk hefur ekki fengið þá tilfinningu að einhverjir hafi, enn þá alla vega, verið látnir axla ábyrgð á því að rýra kjör og jafnvel rústa lífi heilla fjölskyldna.

CIMG4288

Margir voru merktir appelsínulit, flestir bara með smá merki í barminum, slaufu eða blóm, en aðrir með meira áberandi hætti.

Enn er ég á því að í bili sé þjóðstjórn besta úrræðið og kosningar haldnar sem fyrst. Það er kominn tími til þess í sögu lýðveldisins að unnt sé að kalla alla til ábyrgðar saman þar til nýtt þing verður kosið. Þetta má að mínu mati alveg vera biðleikur og útilokar ekki stjórnlagaþing og nýtt lýðveldi. Það var magnað að heyra uprifjun á því hvernig við gátum orðið fullvalda í miðri drepsótt, spönsku veikinni, 1918 og stofnað lýðveldi þrátt fyrir að heimsstyrjöld geysaði. Já, við getum endurreist tiltrúna á Íslandi - bæði gagnvart sjálfum okkur og umheiminum og það er ekkert því til fyrirstöðu að við hrindum í framkvæmd nýjum og ferskum hugmyndum sem tryggja meiri jöfnuð og lýðræði. Ekki veitir af. Látum ekki hræða okkur frá því góða verki.

CIMG4291


mbl.is Áfram mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband