Virðingarvert að axla ábyrgð - en hvers vegna núna?

Það er ekki hægt annað en bera fulla virðingu fyrir því þegar það hendir að menn axla ábyrgð. Og ég ætla ekki að draga neitt úr því að það er gerningur sem fær þann sem það gerir til þess að standa uppréttari en ella. Ég ætla líka að virða að það hafi verið hans ákvörðun, án þrýstings, fyrst hann segir það. Þótt ýmsar lygar hafi verið afhjúpaðar í því ferli sem á undan er gengið þarf ekkert að gefa sér að þetta sé ein þeirra, meira að segja alveg líklegt að Björgvin hafi komist að þessari niðurstöðu.

Það er bara eitt sem ég skil ekki segir í gömlu dægurlagi, við texta Ómars Ragnarssonar, ef mig misminnir ekki. Það sem ég skil ekki er: Af hverju núna? Af hverju ekki fyrr?

Og Fjármálaeftirlitið er sett af. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé þrýstingur á Seðlabankann, ég á eftir að sjá það ferli.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eðlilega vaknar sú spurning hvort Björgvin G. Sigurðsson sé með uppsögn sinni sem viðskiptaráðherra að undirbúa framboð í formannsstól Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer í marz eða apríl. Hugmyndin sé þá að það líti vel út að hafa "axlað ábyrgð á bankahruninu". En staðreyndin er auðvitað sú að Björgvin hefur engu að tapa með að segja af sér núna, það er hvort sem er búið að gefa út dánarvottorð ríkisstjórnarinnar í síðasta lagi við þingkosningarnar í vor. Það hefði verið talsvert annað ef afsögnin hefði komið til þegar enn var mögulegt að stjórnin sæti út kjörtímabilið til vors 2011. Afsögn nú í nafni ábyrgðar er einfaldlega ekki sérlega sannfærandi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 13:08

2 Smámynd:

Ég verð að segja að ég er sammála Hirti og sérstaklega þegar framkvæmdastjóri Samfylkingar gefur strax út yfirlýsingu þess efnis að nú sé ímynd Samfylkingarinnar borgið - eins og Björgvin hafi einn Samfylkingarráðherra haft eitthvað á samviskunni. Nei Hemmi minn - þessu trúir maður nú mátulega.

, 25.1.2009 kl. 18:56

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er allt verulega "spooky"!   Svo maður segi nú ekki meira!

Baldur Gautur Baldursson, 25.1.2009 kl. 19:11

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

... og ég tek þetta allt með miklum fyrirvara!

Baldur Gautur Baldursson, 25.1.2009 kl. 19:11

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Greinilega sniðugt bragð hjá Björgvin, þar til (og ef) fólk sér ég gegnum ..plottið". Síðan kemur vefgrein Skúla Helgasonar, yfirlýsingar Ingjbjargar Sólrúnar og fjarvera Ágústs varaformanns. Þannig að þetta er allt mjög merkilegt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.1.2009 kl. 19:23

6 identicon

Það er bara eitt sem ég skil ekki og það er að nú erum við búin að funda á hverjum laugardegi í 16 vikur og alla daga að auki eftir að þing kom saman eftir jólafrí.  Við erum búin að krefjast þess að öxluð verði ábyrgð í formi afsagnar.  Svo gerist það, fyrsti ráðherrann gerir það og þá er það ekki nóg, eða ekki nógu sannfærandi, eða bara plott.......getur einhver sagt mér HVAÐ viljið þið.  Þetta er bara undanfari þess sem koma skal.

Jónína 25.1.2009 kl. 21:06

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Enginn veit í raun hvort um ,,plott" er að ræða eða ekki - þótt það hafi verið rökstutt með ýmsum hætti. Og sennilega verða næstu skref ekki eins og þau sem stigin hafa verið nú þegar - allt sem sagt hefur verið í dag gefur annað til kynna, en næsta bloggfærsla mín fjallar um það mál.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.1.2009 kl. 02:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband