Þurfti breytingu á dagskrá þingsins til að fá það til að ræða efnahagsmál!

Það þurfti greinilega að gera breytingu á dagskrá þingsins, í kjölfar hinna sterku mótmæla í gær, til þess að þingið færi að ræða efnahagsmál! Þetta er auðvitað furðufrétt. Vissulega er líklegt að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu komið málinu á dagskrá fljótlega með því að biðja um utandagskrárumræðu, en til að koma henni hratt að hefði þurft að fallast á stutta umræðu eða bíða lengi eftir lengri umræðu. Ekki beint fýsilegir kostir.

Þannig að allt þetta sem gerst hefur þurfti augljóslega til að þingheimur færi að gera það sem þarf að gera, ræða efnahagsmálin, eins gott að eitthvað af viti komi fram í þeim umræðum. Útiloka ekkert, en ef þó vondauf.

En þar með er auðvitað bara hálf sagan sögð, mér þykir líklegt að bak við tjöldin þurfi að glíma við það sem er greinilega að gerast innan Samfylkingarinnar, kæmi mér ekki á óvart að annað tveggja myndi gerast, uppúr syði innan/milli stjórnarflokkanna eða að einhverjir baksamningar yrðu gerðir sem gerðu Sjálfstæðismönnum kleift að lafa eins og ekkert hefði í skorist fram að landsfundi þeirra sem styttist óðum í. Málið er bara að slíkt samkomulag verður ekki gert við þjóðina og ekkert víst að hún sætti sig við þann ráðahag.


mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband