ESB-fundahelgin mikla

Í dag fór ég á góðan fund um ESB á vegum Vinstri grænna og á morgun er fundur hjá Heimssýn þar sem sjónum er beint að sjávarútvegsmálum, Íslandi og ESB. Einhvern tíma var sagt hjá Kvennó: Sá á fund sem finnur - og ég er að finna óvenju mikið af fundum. Hér er fundurinn á morgun, sunnudag:

SJÁVARÚTVEGURINN OG ESB
Fundur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins nk. sunnudag 11. janúar frá kl. 15 - 17.

Ræðumenn:
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra
Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva (SF)

Frjálsar umræður og fyrirspurnir úr sal eftir því sem tími gefst til. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Á fundinum verður leitað svara við ýmsum brennandi spurningum sem upp kynnu að koma í hugsanlegum aðildarviðræðum við ESB:

- Hafa verið gerðar undanþágur frá meginreglunni um “alger yfirráð” (“exclusive competence”) ESB yfir auðlindum sjávar í aðildarríkjum?

- Er hugsanlegt að vikið verði frá viðmiðunarreglu ESB um veiðireynslu (“relative stability”) á næstu árum?

- Hvaða áhrif hefur ESB-aðild á samningsstöðu Íslendinga um deilistofna?

- Hvaða áhrif hefur ESB-aðild á hæfni yfirvalda til að taka skjótvirkar ákvarðanir um verndun veiðisvæða?

- Stafar íslenskum sjávarútvegi aukin hætta af kvótahoppi á erfiðleikatímum eftir hugsanlega ESB-aðild?

- Yrði breyting á kvótakerfinu við ESB-aðild?


Heimssýn,
hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis ágætt að ég datt hér inn. Vissi ekki af þessum fundi á morgun, en sjáumst á morgun. Hvernig er það annars geturðu ekki sett mig á póstlista svo ég missi nú ekki af anti-ESB-fundum?

Aðdáandi Evrópusambandsins, eða þannig!!! 10.1.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Set þig á póstlistann ásamt frænku sem ég var að heimsækja í gærkvöldi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.1.2009 kl. 00:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband