Afmæli Myndlistarskólans í Kópavogi og vinkonuhittingur

Eftir smá vinnutörn í dag fór ég stutta stund í 20 ára afmæli Myndlistarskólans í Kópavogi, sem er CIMG3194kominn í frábært húsnæði á Smiðjuveginum. Þar eru nú margir af gömlu félögum mínum úr Myndlistarskólanum í Reykjavík, sumir að elta kennara og aðrir aðra nemendur, sem fóru milli skóla á undan og eflaust eru ástæðurnar margar, eins og gengur. Sumir eru svo snjallir að vera í báðum skólunum, bæði kennarar og nemendur, enda báðir skólarnir virkilega fínir skólar. Glæsileg afmælisveisla og gaman að hitta svona marga sem ég hef ekki séð lengi.CIMG3197

Á eftir hitti ég Guðnýju vinkonu mína á Brons, en þar mælum við okkur stundum mót og fáum okkur súpu og gott kaffi, í mínu tilfelli Latte, er orðin frekar háð því. En því miður er búið að skipta um súpumatseðill og kókos-kjúklingasúpan ekki fáanleg lengur. Það er synd og skömm, en þetta er eflaust allt með ráðum gert. Það er aukaatriði, aðalatriðið er að hitta góða vinkonu og skiptast á fréttum og pælingum.

CIMG3199CIMG3200 

Svipmyndirnar eru úr skólanum fyrr í vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Mikið held ég að það sé gaman í myndlistarskólanum

Aldís Gunnarsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þú hittir svo sannarlega naglann á höfuðið, það er alveg ótrúlega gaman.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.11.2008 kl. 02:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband