Smá Höfða-stíll yfir útsendingunni

Bogi, gamli bekkjarbróðir minn, malar í míkrafóninn eins og Ingvi Hrafn gerði víst af snilld fyrir framan Höfða þegar leiðtogafundurinn var haldinn þar, 1986. Ekki heyrði ég í Ingva Hrafni á sínum tíma þar sem ég var að vinna fyrir ABC sjónvarpsstöðina, þar sem Peter Jennings og fleiri fóru hamförum. Útsendingarstjórinn hjá ABC sagðist reyndar aldrei vilja sjá dyrnar á Höfða aftur, eftir að hafa starað á hana í einn dag, tilbúinn að skipta ,,live" út til Bandaríkjanna. Núna er eitthvert uppfyllingarefni tilbúið, blessunarlega, en annars bíða bara allir sælir og glaðir. Fulltrúi fjölskyldunnar á vettvangi er Hanna, dóttirin á heimilinu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband