Fleiri bros og meiri gleði

Stórkostlegt að sjá útsendinguna þar sem mannfjöldi fylgir bifreið landsliðsmannanna og bros á hverri vör. Þetta er sannkölluð þjóðhátíð!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mig langaði líka en er með tvöföld veikindaforföll, ekkert alvarlegt en kyrrsetur mig alla vega í dag.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.8.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Aprílrós

var að horfa á útsendinguna og bara flottastir.

Aprílrós, 27.8.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Og nú kemur neikveiða Lilja ..... mér fannst móttökurnar æðislegar, keyrslan niður Skólavörðustíginn og athöfnin á Arnarhóli fannst mér í fínu lagi, en hvað var málið með að þotan skyldi fljúga til Reykjavíkurflugvallar, þessa þyrlufylgd og oh my god, ég hélt ég myndi æla af aumingja tilfinningu þegar slökkvibílarnir sprautuðu yfir þotuna á meðan hún keyrði eftir brautinni. Ég veit ekki, kannski er ég svona neikvæð og leiðinleg en þetta var einum of Bandarískt fyrir minn smekk. Fannst vera að reyna að troða allskonar hlutum með og alltaf að bæta einhverju við á síðustu stundu, minnti mig eiginlega mest á "ofskreytta konu"......

Lilja G. Bolladóttir, 27.8.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta aukaflug var ábyggilega bara fyrir okkur ,,sem heima sátum" því það var enginn smá hávaði hér á Álftanesinu þegar flugvélarnar og þyrlurnar flugu yfir. Annars er ég reyndar sammála því að þetta skref var ekkert þarft, en ég held að fólk hafi svolítið misst sig og ekki vitað alveg hvernig hægt var að gera þetta nógu veglegt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.8.2008 kl. 20:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband