Einmitt mjög hamingjusamur fæðingardagur

Robbie frændi á Nýja Sjálandi (ömmur okkar eru systur) sendi mér himneska afmæliskveðju á Facebook: Hamingjusamur fæðingardagur! Og það er einmitt það sem afmælið mitt í dag var, mjög hamingjusamur fæðingardagur. Við Hanna röltum út í skóg neðan við háskólann eftir matinn á Palma. Mjög yndislegur skógur með froskahjali. Kysstum engan enda enginn á höttunum eftir prinsi.

CIMG2428

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisbarnið á Palma

CIMG2433

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hanna á skógargöngu

CIMG2442 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

... og froskarnir voru hver öðrum fjörugri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég hefði sko prófað að kyssa einn, draumaprinsinn hlýtur að vera einvhers staðar.

Linda litla, 4.6.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Reyndar eini prinsinn sem er eitthvert vit í að óska sér, það er draumaprinsinn. Búin að finna minn og vera með í 33 og hálft ár, vona að þú finnir þinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.6.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Linda litla

Já ég vona það líka. Kannski á ég eftir að mæta froski á hvítum hesti ??? Hver veit ;o)

Linda litla, 4.6.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Afmæliskveðjur frá Íslandi
og hafið það sem best með öllum froskunum þarna úti  

Nokkuð stórir og flottir froskar þarna miðað við myndina.  Þú kannski skutlar nokkrum í töskuna fyrir heimferðina, fyrir hinar sem eru ekki búnar að finna draumaprinsinn

Annars kannski betra að einhver kyssi alla vega einn áður og athugi hvort eitthvað gerist?? svona svo þú verðir ekki tekin með óþarfa froska í töskunni á heimleiðinni!

Vilborg G. Hansen, 5.6.2008 kl. 07:40

5 identicon

Til hamingju með afmælið í gær. Ég sá einmitt glitta í þig í flugstöðinni á föstudagsmorguninn en við Óli vorum þá líka á leiðinni til London á Bruce Springsteen tónleika. Hafðu það gott...

Björk Guðbjörnsdóttir 5.6.2008 kl. 11:08

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk allar!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.6.2008 kl. 22:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband