Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Sorglegt sjónvarpskvöld
28.3.2008 | 23:47
Aðallega auðvitað vegna þess að Gurrí tapaði í Útsvari, en samt ekki hægt annað en samfagna Kópavogsbúum, enda er nú Ari minn úr Kópavogi þótt hann sé fyrir löngu orðinn Álftnesingur. Þau Akurnesingarnir tóku tapinu hins vegar vel. En Bandið hans Bubba, sem ég játa fúslega að ég horfi á núna í seinni tíð, var ekki að rokka. Ein sú besta í þáttunum send heim meðan sá sem ætti að vera löngu farinn er enn í þáttunum. Ekki fyndið! Svo voru lögin óvenju leiðinleg í kvöld. Þrjú lög með Helga Björns, taldist mér til, sem öll eru stórundarleg, bæði lög og textar, sorrí, ekki alveg að átta mig á því hvað er í gangi. Þannig að það var margt betra að gera en að horfa á sjónvarp, og sem betur fer gerði ég það ósvikið. Útsvar var hins vegar skylduáhorf og og forvitni rekur mig til að fylgjast með söngvurunum. En samt alveg á mörkunum eftir þetta kvöld.
Góður grænmetisréttur sonarins og góður félagsskapur feðganna á heimilinu og Nínu systur redduðu kvöldinu alveg.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Hver var það sem datt út í Bandinu hans Bubba?
Er ekkert inni í þessu!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.3.2008 kl. 02:57
Birna Sif, mikill rokkari og frábær sviðsmanneskja. Reyndar sagðist mamma hennar ekki hafa þorað að koma fyrr að horfa á í sal (af því hún hélt að hún væri einhver óheillakráka fyrir dótturina), en mætti þetta kvöld, þannig að hjátrúin virkaði þetta kvöldið.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.3.2008 kl. 11:00