Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Leyndardómar Snæfellsjökuls (frá Sandgerði séðir)
27.3.2008 | 21:33
Snæfellsjökull hefur einhvern dularfullan kraft sem margir hafa reynt að fanga. Ekki undarlegt að Jules Verne hafi valið hann sem upphafsstað að ferðalögum um iður jarðar, hvað líður annars gerð kvikmyndarinnar eftir bókinni hans? En það þarf engan franskan rithöfund til að segja okkur allt sem segja þarf um Snæfellsjökul. Best er að sjá hann sjálf. Hann blasir oft við þegar ég renni heim, niður Garðaholtið, eins þegar ég er á leið vestur í háskóla og fer niður Öskjuhlíðarbrekkuna, á leiðinni upp í sumarbústað er hann oft alveg magnaður á leiðinni undir Hafnarfjalli og loks er útsýni til Jökulsins oft einstakt frá Sandgerði séð. Svona leit hann út fyrr í dag:
Flokkur: Ferðalög | Breytt 28.3.2008 kl. 12:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Snæfellsjökullinn er fallegur og ekkert smá hvítur.
Linda litla, 27.3.2008 kl. 22:09
Það er kosturinn við veturinn, hann er hvítari þá, en líka sætur á sumrin, alltaf flottur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.3.2008 kl. 23:09
Snæfellsjökull er magnaður já og gaman væri að sjá nýja kvikmynd eftir bókinni hans JV. Nýja kvikmynd? Er ég að ruglast eitthvað í rýminu, finnst endilega að ég hafi séð endurfyrirlöngu kvikmynd eftir þessari bók. Samkvæmt landfræðikennara mínum þegar ég þreytti stúdentsprófið þá er Snæfellsjökull svo magnaður að ef hann fer af stað fer Reykjavík líklega í kaf. Hann er víst gamall sprengigígur. Auðvitað gerist það ekki á okkar tímum? Jú á morgun eða eftir milljón ár, allt getur gerst, sagði hann, án þess að brosa sem ég reyndar sá hann aldrei gera.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.3.2008 kl. 23:31
Frábær mynd!
Jens Guð, 27.3.2008 kl. 23:49
Ótrúlega magnaður jökull, mig langar alltaf að ferðast upp á toppinn á honum þegar ég sé hann baðaðan í sólinni. Ég er dálítið spennt að sjá þessa mynd, ekki bara vegna jökulsins heldur líka Anítu Briem.
Anna Ólafsdóttir (anno) 27.3.2008 kl. 23:56
Það er til eldgömul og svolítið undarleg mynd eftir bókinni, en þessi nýja er í vinnslu og eins og nafna segir þá er auðvitað íslensk leikkona í henni (kannski fleiri, hef ekki flett nógu vel upp).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.3.2008 kl. 00:00
Nafna: Kíktu á vídeóið á blogginu mínu og segðu mé hvað þér finnst.
Anna Ólafsdóttir (anno) 28.3.2008 kl. 21:04
Kíkti, hlustaði og kommenteraði. Sammála þér.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.3.2008 kl. 23:38