Gegn stríđinu í Írak

Einn af göllunum viđ ađ vinna hjá sjálfum sér (og kannski sá eini) er sá ađ dagarnir renna saman. Sé ađ fundurinn gegn stríđinu í Írak, sem ég hefđi svo sannarlega átt ađ vera á, er búinn. En ţá er bara ađ blogga um máliđ, alltaf til önnur lausn, sem sagt ítreka andúđ mína á ţessum stríđsrekstri á ţessum opinbera vettvangi. Hef veriđ á móti ţessu stríđi frá upphafi.

 Ţađ eru fáir eftir held ég sem mćla ţessum stríđsrekstri bót og nú er bara beđiđ eftir ađ Bush láti af störfum og Bandaríkjamenn dragi herliđ sitt heim. Ţađ skýtur reyndar skökku viđ ef rétt er sem ég heyrđi í fréttum ađ Ítalir séu ađ fara ađ efla sitt herliđ ţarna, ţvert á alla skynsemi. Vesturveldin, einkum ţessi ,,viljugu", sem viđ vorum illu heilli bendluđ viđ í einkaframtaki nokkurra stjórnmálamanna, skulda íbúum Íraks öfluga ađstođ viđ ađ koma á betra og friđsćlla stjórnarfari án íhlutunar eftir brottför herliđanna, sem ekkert hafa gert annađ en usla og ósköp.

Ćjá, og eitt enn. Mér finnst ţađ góđ áminning ađ fyrrum hermenn í Írak skuli standa ađ mótmćlunum í Washington.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband