Hvers vegna fer ég ekki oftar í leikhús?

Góđu fréttirnar fyrst, ţegar ég fer í leikhús hef ég nánast alltaf veriđ ljónheppin međ sýningarnar sem ég sé. Sumar hreinlega ómetanlegar, Rómeó og Júlía hjá Vesturporti og lítil sćt leiksýning međ Maggie Smith sem plastpokakonu standa uppúr á seinustu árum og ef ég ćtti ađ telja upp allt sem ég hef séđ í leikhúsi og hefur haft varanleg áhrif á mig, ţá yrđi ţađ langur (en skemmtilegur) listi. Kannski tímabćrt ađ fara ađ taka hann saman og skiptast á dćmum hér í bloggheimum. Vondu fréttirnar: Hef misst af nokkrum sýningum sem er eiginlega óafsakanlegt ađ hafa klúđrađ. Hins vegar verđ ég áreiđanlega aldrei ,,fastur frumsýningargestur" neins stađar. Ástćđan er sú ađ ég tek virklega nćrri mér ţegar ég sé vondar leiksýningar. Sem betur fer hefur ţađ ekki gerst oft, samanber fyrstu setninguna í ţessum bloggpistli.

En í gćrkvöldi fór ég sem sagt í leikhúsiđ og sé ekki eftir ţví. Fékk spontant tölvupóst frá Nínu systur fyrir rúmum mánuđi um hvort ég vildi ekki koma á sýningu sem ég vissi ţá ekkert um. Ţekki nef Nínu fyrir góđum sýningum svo ég sagđi auđvitađ bara já. Ţetta var leikritiđ Kommúnan sem Vesturport sýnir í Borgarleikhúsinu međ stjörnuleikurum, innlendum og erlendum. Nú er ég ekki búin ađ sjá myndina Tilsammans, eftir Moodyson, (mun bćta úr ţví) sem leikritiđ er byggt á, en á stöku stađ fannst mér sćnski ţefurinn af íslensku gerđinni ađeins of mikill, allar reglurnar og ađ bresta í söng í tíma og ótíma - hmm, sannfćrir ekki mitt íslenska hjarta, og ţó, man eftir einum hópi sem tengdist mínum menntaskólaárum sem hefur sennilega fariđ svona ađ.

En ţađ var mikill húmor og ágćtis írónía í sýningunni, uppsetningin alveg frábćr og hlutur leikaranna gerđi sýninguna svo skemmtilega sem raun bar vitni. Árni Pétur fór á kostum, enda kunnáttumađur í ţeim heimi sem um var fjallađ og í rauninni var hvergi misfellu ađ finna í frammistöđu leikaranna, einfaldlega rosalega trúverđug öll saman. Ólafur Darri og Sara Dögg sem túlkuđu systkinin voru međ góđar rullur og unnu vel úr ţeim og Gael Garcia Bernal var frábćr. kommunanEiginlega ţarf ég ađ halda áfram, ţví ţau voru öll svo flott. Kommúnistinn kannski ađeins yfir strikiđ í klissjunum, en ţessi karakter er eflaust til, og vel leikinn, lesbían Anna var líka flott, og dekurdúkkan alveg óborganleg. Fulli eiginmađurinn átti bestu sprettina í glasi og krakkarnir komumst vel í gegnum sýninguna líka. Ţađ var ekki dautt augnablik í sýningunni, svo ég segi bara: Ef ţiđ komist á ţessa sýningu ţá mun ykkur varla leiđast. Aldursdreifing áhorfenda var skemmtileg, slatti á mínum aldri, sem sagt kommúnutímaaldrinum, slatti af eldra fólki sem undrađi mig svolítiđ (duldir fordómar eđa kannski voru ţessi ,,eldri" allir á mínum aldri líka ;-) og svo fullt af fólki á ţeim aldri ađ eiga foreldra eđa tengdaforelda á ţessum kommúnutímaaldri. Fékk reyndar fína reynslusögu af einni ţeirra í hléinu, en ţađ er önnur saga. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er búin ađ vera ađ missa úr sýningar en sá yndislega sýningu í London í janúar sem ég lifi enn á, međ Charles Dance og Janie Dee.  Shadowlands. 

Dríf mig á ţessa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Búinn ađ sjá ţessa sýningu og fannst hún frábćr

Kristján Kristjánsson, 15.3.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jenný, ég er nefnilega duglegri ađ fara á sýningar í London en hér heima. Ţađ eru reyndar alltaf mjög fínar sýningar, en margt sem er sýnt hér heima er bara í hćsta gćđaflokki líka. Viđ Kristján getum alla vega veriđ sammála um Kommúnuna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.3.2008 kl. 14:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband