Þjóðarbókhlaðan er alveg ótrúlega vel heppnuð

Sumir héldu að ekkert kæmi í staðinn fyrir gamla (fallega) Landsbókasafnið, þar sem Agnar Þórðarson og fleiri góðir bókaverðir réðu ríkjum og mikill hátíðleiki sveif yfir vötnum. Stiginn einn og sér kom manni í upphafnar stellingar. stiginn-minniÞað var góður staður til að læra á og í Þjóðskjalasafnshlutanum í vesturendanum hélt ég reyndar til í heilan vetur á milli kl. 16 og 18 og lauk við vinnu fyrir mastersritgerðina mína í sagnfræði (enginn skilur hvað cand. mag, stendur fyrir, svo ég einfalda málið, 60 einingar eftir BA og stór lokaritgerð, sem sagt). Þannig að ég á vissulega góðar minningar úr því húsi.

 

 

En hins vegar sakna ég einskis, Þjóðarbókhlaðan gerir gott betur en að koma í staðinn fyrir sjarma Landsbókasafnsins. Ennþá má finna veklt spjöld úr herberginu í austurenda Landsbókasafnsins en tölvur, síbatnandi leitarkerfið, legustólar og þægileg lesaðstaða eru löngu komin í staðinn fyrir stóru og fallegu harðviðarborðin á gamla staðnum og vígalegu stólana sem við sátum við þar. Þjóðdeildin á jarðhæð (eða eiginlega vatnshæð) Þjóðarbókhlöðunnar er glæsilegasti hluti hússins. Að sitja við gluggann, þar sem ekkert skilur fót og friðsæla vök annað en vel pússuð rúða kemur ókyrrasta huga í algleymi (andagiftar vonandi). Húsið er einstaklega vel heppnað að utan og innan og þótt ég hafi heyrt einn ágætan brandara þegar húsið var nýtt (og væntanlega hrátt) þar sem útlendingur á að hafa spurt hvort þetta væri ,,The State Prison" (síki umhverfis og mjög massívt hús) - 1005220þá held ég að flestir séu farnir að gera sér grein fyrir því hversu fallegt húsið er, vel staðsett og frágengið og þar að auki líður öllum sem ég hef spurt (og þeir eru margir) afskaplega vel í þessu ágæta húsi. Manfreð Vilhjálmsson má vera stoltur af verki sínu, það er einstakt í sinni röð. Og svo er starfsfólkið svo ljómandi gott líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hreinlega elska Þjóðarbókhlöðuna. Fer alltaf þangað þegar ég er að vinna í bænum.

Anna Ólafsdóttir (anno) 6.3.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fór þangað einmitt í dag til að koma mér í réttar stellingar fyrir vinnuna framundan. Það er alltaf gott.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.3.2008 kl. 22:33

3 identicon

Það er reyndar eitt að í þessu annars fína húsnæði, en það er loftræstingin. Maður sofnar hreinlega á innan við korteri ef maður er á þjóðdeildarhæðinni fyrir hádegi . Svo mætti bæta bókakostinn á nokkrum stöðum, en það er svo annað mál.

Tómas Vilhj. Albertsson 7.3.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég hef ekki tekið eftir þessu með loftræstinguna, en ég tek auðvitað undir það að það þyrfti að vera enn meira svigrúm til að bæta bókakostinn, viðvarandi vandamál á bókasöfnum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.3.2008 kl. 12:04

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Sannarlega fallegt og þægilegt hús og gott að vinna þarna.

Steinn Hafliðason, 9.3.2008 kl. 14:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband