Enginn ætlar að hætta að borða lakkrís um áramótin ... :-]

Kosturinn við að vera með eigið blogg (einn af mörgum) er sá að það er hægt að setja eins mikið af misgáfulegum skoðanakönnunum inn. Ég ætla bara að vekja athygli á þeirri um áramótaheitin, sem enn er við lýði, og einkum finnst mér athyglisvert að enginn ætlar að hætta að borða lakkrís um áramótin, en margir (flestir) að hætta að vera svona góðir.

Þetta með lakkrísinn flaut reyndar með af sögulegum ástæðum. Þegar mér var sagt, fyrir rúmlega ári, að nú yrði ég að hætta að borða lakkrís, þá varð ég að svara því til að það gæti ég ekki gert. Læknirinn minn varð svolítið skrýtinn á svipinn, svo ég flýtti mér að bæta því við að ég borðaði ekki lakkrís og því gæti ég ekki hætt. Þetta eru reyndar sams konar hártoganir og í Lísu í Undralandi, þeirri sem ég las þegar ég var lítil, sem var spurði í geggjaða teboðinu hvort hún vildi meira te, en hún sagðist ekki geta fengið meira te af því hún hefði ekki fengið neitt enn.

En alla vega, takið þátt ef þið viljið í áramótaheita-könnuninni, ég skipti henni eflaust fljótlega út. Jólapakka, -stress, -ekki-breyta-neinu- könnunin var vinsælli hvort sem er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus niðurstöður.  

Helga 7.1.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nokkuð góð, þannig að ég verð að handskrá að niðurstöður hafi fengið eitt atkvæði!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.1.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að strengja aldrei áramótaheit framar, sem er nú reyndar ekki alveg rétt því orðinu "framar" er ofaukið.  Ég hef aldrei strengt áramótaheit.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 08:51

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála síðasta ræðumanni

Brjánn Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 10:24

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Lakkrís er lífsnauðsynlegur. Ég skil vel að það getur verið erfitt að hætta. Þetta er merkilegt efni og þekkt er að lakkrís í miklu magni getur haft ýmsar aukaverkanir o valdið kalíumskorti og háþrýstingi, sem er ekki hollt. Hér er ágæt grein um lækkrís.

Júlíus Valsson, 7.1.2008 kl. 11:08

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

lakkrís frá íslandi er algjört æði !!!

skil ekkert í þér að borða hann ekki.

Ljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 21:02

7 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Þetta eru nú soldið skemmtileg áramótaheit í könnuninni þinni  Ég gerði það í nokkur ár að strengja heit en með árunum sá ég að ég reyndi ekkert að halda þau nema kanski í einn mánuð. Svo ég er bara löngu hætt að strengja heit. Ég kaus samt að ég ætlaði að hætta að vera svona góð og þá meina ég við aðra, er að hugsa samt að verða betri við sjálfa mig

Svala Erlendsdóttir, 8.1.2008 kl. 11:08

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að sjá hve vel er haldið uppi vörnum fyrir lakkrísinn. En ég held það sé engin tilviljun að ,,hætta að vera svona góð(ur" slær í gegn, því það er svolítið sannleikskorn í því að of margir finna sig í því að vera að þóknast öðrum. Svala bendir einmitt á hvernig það lýsir sér og undir það hafa greinilega margir tekið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.1.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Linda litla

Já það er erfitt að hætta því sem að maður hefur aldrei gert.

Linda litla, 8.1.2008 kl. 15:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband