Forðist pestina og saga af tveimur miðbæjum, grænum og gráum

Þá er það ljóst, pestinni tókst að hafa af mér annað prófið, sem ég þarf þá að taka í janúar. Ekki alveg það sem ég hafði ætlað mér, en úr því sem komið er var það svo sem orðið nokkuð ljóst. Þannig að ég bendi ykkur hinum bara á að vara ykkur á pestinni sem gengur. Trúði því svona mátulega á laugardaginn þegar mér var sagt að fólk væri upp í 14 daga að losna við hana. Trúi því betur núna og finnst frekar lélegt. En alla vega þá fór ég til heimilislæknisins í dag og veit að ég er að gera allt rétt, eftir því sem það er hægt.

Tveir miðbæir eru mér ofarlega í huga núna, sá nýi sem á að fara að byggja hér á Álftanesi, lágreist byggð og grænn miðbær og svo því sem mér sýnist enn og aftur vera að gerast í Reykjavík (ef ekki verður gripið í taumana, leyfi mér að binda vonir við nýja meirihlutann) að það eigi að gera enn eina atlöguna að lágreistu byggðinni þar og þeim sjarma sem Laugavegurinn hefur yfir sér, og reyna að gera hann gráan og háan í staðinn. Þar sem ég er fædd og uppalin til fimm ára aldurs í miðbænum í Reykjavík, þannig að ég lærði þessi orð í réttri röð: Mamma, pabbi og Víííssssiiiiirrr! þá hef ég alltaf taugar til gamla miðbæjarins okkar allra, Íslendinga. Reykjavík er nefnilega höfuðborg okkar allra og eins gott að hún fái að halda sjarma sínum. Þrátt fyrir óhóflegan svefn í þessari pest, þá náði ég brotum úr kvöldfréttum þar sem Íslendingur búsettur í Barcelona er kominn í baráttuna gegn niðurrifi gamalla húsa í Reykjavík. Fór í fyrsta sinn til Barcelona nú í haust og það er borg sem hefur gert mikið úr sínum menningartúrisma, einmitt út á gömul hús. Enginn sálarlaus miðbær þar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband