Minningar úr kampavínshvelfingu

Milli heimadæma og söguskrifa er gaman að rifja upp nýliðna Spánarferð. Var að spjalla við tengdamömmu aðeins í kvöld og hún minnti á að ég hafði tekið nokkrar myndir í hinum gífurlegu kampavínshvelfingum sem við heimsóknum. Reyndar má ekki nota orðið kampavín yfir hið indæla cava (freyðivín) lengur, en í eldri auglýsingum var það kallað kampavín, þótt það sé ekki frá Champagne héraði í Frakklandi, sem nú hefur einkarétt á nafninu. En auðvitað er þetta ekkert nema kampavín og ég nýt frelsisins á blogginu og kallað það réttu nafni. Ég var ekki búin að setja myndir úr þessum hluta ferðarinnar inn í myndaalbúmin hér á blogginu en búin að bæta úr því núna.

Ótrúlega mikið af kampavíni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband