Spurning um orsök og afleiðingu

Rannsóknir á borð við þessa í matreiðslu fréttamiðla eru líklega meira skemmtiefni en fróðleikur. Fyrir utan aldurssamsetningu ýmissa hópa þá má spyrja: Eru það mismunandi manngerðir sem fara á fætur á mismunandi tíma, er meira álag eða streita á hinum árrisulu? Það er alltaf verið að skipta fólki í A og B fólk eftir eðlilegum fótaferðartíma (ég skilgreini mig sem C) en í nútímasamfélagi geta flestir litlu um ráðið hvenær þeir þurfa að fara á fætur. Mér finnst alltaf svolítið skrýtið hversu niðurnjörvað samfélag okkar er gagnvart klukkunni og lít á það sem frelsiskerðingu. Kannski er það fólkið sem neyðist til að fara á fætur snemma en vill það ekki sem fær hjartaáföllin. Ef til vill er öllum þessum spurningum svarað í rannsókninn sjálfri (grunar þó að svo sé ekki) en vangaveltur um svefn og svefntíma eru alltaf áhugaverðar svo framarlega sem ekki er verið að hengja sig í að nú sé búið að finna stórasannleika enn einu sinni. Og að lokum einn sem eignaður er einum Reykjavíkurspekingunum (Púlla) frá miðbiki seinustu aldar: Sá sem ekki getur sofið til hádegis hefur slæma samvisku.
mbl.is Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverðar pælingar hjá þér nafna. Ég er frekar heppin að því leyti að ég get svona að hluta til ráðið því hvar álagið á deginum lendir. Ef ég vil fara rólega af stað hef ég oftast svigrúm til þess og vinn þá lengur frameftir í staðinn. Hitt hef ég prófað líka, t.d. þegar ég kenndi í grunnskóla. Ég ætla ekki að líkja því saman hvað ég finn fyrir minni streitu núna heldur en þá. Ég held að fleiri fyrirtæki mættu velta því fyrir sér hvort það sé ekki ávinningur af því að hafa vinnutímann sveigjanlegri þar sem það er á annað borð mögulegt. Annars finnst mér hann assgg... góður þessi frá miðri síðustu öld, gæti svo sem alveg eins átt við þessa öld líka 

Anna Ólafsdóttir (anno) 8.9.2007 kl. 20:33

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég held að það sé ekki spurning að hugleiðsla að morgni, í hádeginu og að kveldi fái mann til þess að njóta dagsins betur.  Það færir manni dýrmætan aukakraft til þess að njóta lífsins gæða betur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.9.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Af og til á lífsleiðinni hef ég unnið sjálfstætt og það eru vissulega forréttindi að ráða sínum vinnu- og svefntíma. Sem betur fer hafa störfin mín undanfarin átta ár líka gefið færi á talsverðum sveigjanleika og það er auðvitað engin spurning að líðanin er betri en þegar tilveran snerist um að vera komin á ákveðinn stað á ákveðinni stund, en þetta búa svo margir við, sumir vegna eðli starfsins og það er hægt að virða. Aðrir hreinlega vegna skilningsleysis eða ósveigjanleika atvinnurekenda. Einhvern tíma lagði ég fram mál á þíngi sem vörðuðu annars vegar styttingu vinnutíma án launaskerðingar og hins vegar sveigjanlegan vinnutíma. Ekki fengu þau kannski langa umræðu, en þó þokkalega góða. Vona að einhverjir taki upp þráðinn og verði betur ágengt.  

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2007 kl. 22:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband