Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spásnillingar landsins, segið mér hvernig veðrið verður í vetur
3.9.2007 | 21:40
Ég er búin að setja nýja könnun á netið, hana er að finna hér á vinstri hönd, fyrir ykkur sem þekkið hægri og vinstri. Hin bara leitið og þér munið finna ;-)
Mig langar svo óskaplega til að vita hvernig veðrið verður í vetur, gaman að sjá hversu forspá þið verðið. Dalvíkurklúbburinn má alveg vera með, bara betra.
Af fyrri könnun er það að frétta að hún er hætt. Góðar niðurstöður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Er ekki veðrið bara svolítið "hugarfar"
Bjartsýn = góður
Svartsýn = slæmur
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.9.2007 kl. 22:05
Búin að kjósa. Mig grunar að það verði ekki mikið um grjótfok í vetur. Það er uppáhaldsveðrið þitt, er það ekki?
Varðandi færsluna þína hér á undan um barnið sem var nauðgað og situr nú og bíður hugsanlega dauða síns (hljómar kannski harðneskjulega en þannig er það nú samt reynist fæðingin líkama hennar ofviða) þá á ég ekki til orð. Velti þó fyrir mér hvort aðrar kristnar kirkjudeildir, þ.m.t. þjóðkirkjan hér, ætti ekki að reyna að nota samstarfsvettvang kristinna kirkjudeilda til að koma vitinu fyrir kardínálana og páfann. Mér finnst það vera áleitin spurning hvort karlar sem hafa valið sér að lifa utan við líf alls þorra kristins fólks með því að fela sig innan Vatikansins eigi að komast upp með það í skjóli stöðu sinnar að setja þolendur kynferðisofbeldis, fullorðnar konur og börn, í þá aðstöðu sem barnið situr núna fast í.
Og síðast en ekki síst Þjórsá!
Helga 3.9.2007 kl. 22:38
Ja, veit ekki hvað skal segja, spurning hvort þú vilt landshlutaspá eða ....... ?
Anna Ólafsdóttir (anno) 3.9.2007 kl. 22:45
Ég spáði mildu veðri til áramóti en hörðu eftir það. Grjótfok er uppáhaldsveðrið MITT!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 15:58
Landshlutaspá hljómar spennandi, ég fór norður í 17 stiga hita í apríl!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.9.2007 kl. 16:49
Ha! Mikið er ég sljór. Var að fatta að nú vinnum við saman! Merkilegur andskoti
Egill Harðar 5.9.2007 kl. 10:37
Hæ Egill, varstu að fatta það núna? Já, þetta er merkilegur andskoti .... he, he!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.9.2007 kl. 00:07