Ţađ er hćgt ađ eltast viđ fleira en drauma
18.10.2023 | 02:13
Ekki misskilja mig, mér finnst ćđislegt ađ eltast viđ drauma, en almennt séđ finnst mér bara fyrst og fremst gaman ađ eltast viđ eitthvađ skynsamlegt og óskynsamlegt, ţegar sá gállinn er á mér. Ţannig hef ég fariđ til baka međ lest frá Bexhill í Englandi til ađ eltast viđ bleikt hús, sem ég sá út um lestargluggann. Sú ferđ bar mig á slóđir stórs golfvallar og ţegar ég var ađ fara til baka eftir stíg á golfvallarsvćđinu brast á ţetta ferđlega ţrumuveđur svo ég reyndi ađ rifja upp hvađ vćri rétt ađ gera, ekki fara undir tré, alls ekki vera hćsti punkturinn á vellinum, en til baka komst ég alla, einni mynd af bleiku húsi ríkari, ég á nokkur hundruđ og hef meira ađ segja fléttađ ţeim inn í eina af myndlistarsýningunum mínum.
Sömuleiđis elti ég eitt sinn geisladisk. Innskot: Ef Moggabloggiđ á yngri lesendur en mig ţá er rétt ađ geta ţess ađ ţađ er hvorki borđbúnađur né eitthvađ geislavirkt, heldur er hćgt ađ spila lög af ţeim í geislaspilara. Innskoti lýkur. Sá ţennan geisladisk međ Robert Palmer og laginu Johnny and Mary í glugga plötubúđar í írska fjölţjóđlega hverfinu Kilburn í London einhvern tíma seint á síđustu öld. Keypti hann ekki, af ţví ég var ekki međ pening á mér (og ekki kort) nema rétt nćgilegan fyrir annađ hvort lestinni niđur í miđbć, ţar sem ég hélt til í Baker Street, eđa fyrir geisladiskinum. Sá mig um hönd eftir ađ vera komin alllangt frá búđinni, fór og keypti diskinn og gekk svo niđur í bć, nokkuđ sem ég hafđi oft gert fyrr á öldinni, á blankheitaárunum ţegar ég var bara unglingur í London. Ţađ tekur ekki nema eitthvađ um klukkutíma hvort sem var. Veggskreyting međ úlfalda í Gran Tarajal, ţorpi á Fuerteventura međ frekar strjálum strćtósamgöngum, blátt hús í Los Llanos á La Palma, nćstum klukkutíma strćtóferđ hvora leiđ, svartir svanir og kengúrur í Canberra í Ástralíu, ţćr síđarnefndu útheimtu ađ ég vaknađi klukkan fimm ađ morgni, aftur í strćtó í útjađar borgarinnar.
Mér dettur oft í hug hvort ég hafi erft ţetta í einhverjum genum frá móđurömmu minni og -afa, sem iđkuđu ţađ á millistríđsárunum ađ fara í sunnudagsbíltúr sem fólst í ţví ađ velja sér bíl sem var á leiđ upp Ártúnsbrekkuna og elta hann ţangađ sem hann fór. Eitt sinn enduđu ţau í Vík í Mýrdal, mögulega hefur ţađ veriđ í stríđinu eđa eftir ţađ, nenni ekki ađ tékka á hvenćr varđ almennilega bílfćrt til Víkur. En sumir túrarnir urđu á hinn bóginn snautlega stuttir.
Eftir tíu daga ćtla ég ađ skreppa í smá ferđalag og elta eina hugdettu. Aldrei ađ vita nema ađ ég segi ykkur nánar frá ţví.
Ţví segi ég, eltiđ drauma ykkar og hvađ annađ sem ykkur dettur í hug!