Þegar sólin sest í jökulinn og önnur sólarlög

Tvisvar á hverju ári bíðum við Álftnesingar spenntir eftir að sjá sólina setjast í Snæfellsjökul. Ekki efa ég að þetta sé tilhlökkunarefni fleira fólks á Suðvesturlandi. Við þykjumst samt eiga sérlega mikið í þessum viðburði, þar sem einstakt útsýni er af nesinu til jökulsins, ef skyggni leyfir. Það er auðvelt fyrir mig að muna hvenær ég á að eltast við þennan viðburð. Að vori kringum afmæli dóttur minnar og síðsumars nálægt afmæli eiginmannsins.Þetta árið hef ég ekki gripið augnablikið, hvort sem skýjafari var um að kenna eða öðru, en meðfylgjandi mynd er frá nýliðnu ári eða því næsta á undan. 

unnamed (4)

Það er ekki þar með sagt að við njótum ekki sérlega fallegs sólseturs alla jafna. Síminn minn finnur 1136 slíkar myndir í svipinn og flestar eru einmitt útsýnið af Álftanesi. Í gær var eitt slíkt kvöld og ,,ófært" heim vegna fegurðar, nokkur myndatökustopp áður en ég komst í áfangastað, heim. 

366350709_232736433064586_8025292177172625391_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband