Íslandsvinir - ekki bara popparar og kokkar

Það eru ekki bara popparar og kokkar sem eru Íslandsvinir. Nokkur fjöldi erlendra vatnslitamálara hefur tekið ástfóstri við landið og á nýlegri sýningu eins þeirra heyrði ég rótgróna vatnslitakonu dæsa og segja að hann málaði eiginlega ,,íslenskari" myndir en flestir þeir Íslendingar sem hún þekkti. 

2023-07-31_18-41-20

Mig langar að geta þeirra sem ég þekki til og birta Íslandsmyndir nokkurra þeirra, með tilurð sumra þeirra sem aukabónus. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið hér á ferðinni síðustu árin, kennt og verið með sýnikennslu hér, en bregða líka fyrir sig Íslandsmótívum í sýnikennslu út um allan heim. Myndirnar eru flestar teknar af litla símanum mínum og skellt hér fram í belg og biðu, en þær eru eftir Vicente Garcia, Keith Hornblower, Ann Larsson-Dahlin, Michael Solovlev og Alvaro Castagnet.  

2023-07-31_18-28-38


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband