Í silfurbrúđkaupsferđ til Egyptalands

Ein af eftirminnilegri ferđum sem ég hef fariđ í var silfurbrúđkaupsferđin okkar Ara til Hurghada í Egyptalandi snemmsumars 2005. Ferđin var stutt, bara vika, en alveg ógleymanleg og viđ vorum harđákveđin ađ skođa meira af ţessari merkilegu menningu og umhverfi síđar. Ţađ hefur dregist af ýmsum ástćđum. En ekkert getur skyggt á ţá stórkostlegu upplifun sem ţessi ferđ var okkur Ara mínum, silfurbrúđkaupsferđinni sjálfri. 

Tímasetningar

Tímasetning ferđarinnar var líka forvitnileg. Viđ fórum nefnilega međ danskri ferđaskrifstofu sem bauđ upp á alveg ótrúlega hagstćtt verđ til Hurghada á ţessum tíma. Í júní var ţađ allt í lagi. Ţann 30. september sama ár og ć síđan hefđi ţađ veriđ argasta óráđ ađ fara međ danskri ferđaskrifstofu til Egyptalands. Man einhver eftir Múhameđsmyndunum í Jyllandsposten? Alla vega ég. Ţiđ sem ekki muniđ, hér er stutt en skýr samantekt.

Um myndir Jyllandsposten af Múhameđ

Fleira var merkilegt viđ tímasetningu ferđarinnar. Viđ höfđum ekki mikiđ svigrúm fyrir frí á ţessum árstíma og ţar ađ auki var ég í fyrsta sinn í fimm ár ekki frjáls ađ taka frí sem ég bađ um međ góđum fyrirvara á ţeim tíma sem mér hentađi. Vanţekking á tímaáćtlunum (sem fara alltaf úr skorđum) og ţörf til ađ sýna smá vald af hálfu annars ágćts samstarfsmanns olli ţví ađ ferđin var farin tveimur vikum ,,of seint". Hún var sem sagt ekki farin kringum silfurbrúđkaupiđ heldur tveimur vikum síđar og ţá var líka hitinn í Egyptalandi var orđinn helst til mikill. Verstur var hann í Dal Konunganna um 45 stig.

nota1

Heppilega fáfróđ í náttúrufrćđi

Viđ vorum á ágćtu hóteli í útjađri Hurghata og herbergiđ okkar var rétt viđ ströndina, yfir einn stíg ađ ganga beint í sandinn og í 10-20 metra fjarlćgđ var hiđ heiđbláa Rauđahaf. Einhverjar hvítar skellur voru í sandinum og enn fleiri í sjónum. Ég, sem er frekar mikil skrćfa ađ eđlisfari, gekk hiklaust út í ylvolgan sjóinn og ţessar skrýtnu skellur flutu allt um kring. Fáfrćđi mín sparađi mér miklar krókaleiđir, ţetta voru skađbrennandi marglyttur, en einhvern veginn slapp ég. Viđ busluđum eitthvađ ţarna í góđa veđrinu og fórum líka um á hjólabát, sem var bráđskemmtilegt, framhjá í fjarska sigldu farskip og allt var mjög fallegt, en augljóslega tókum viđ myndavélina ekki međ út á strönd, ţví engar finn ég myndirnar af ţessum yndislega umhverfi, bara blómatrjánum nćr ađalbyggingunni. Og ţau eru keimlík alls stađar. 

IMG-2278

Til Luxor í lögreglufylgd

Ţar sem ferđin var ekki löng gafst okkur ekki fćri á ađ fara til Kaíró í ţessari ferđ, en Lúxor var innan seilingar. Hann Núbí í búđinni í götunni okkar kom okkur í mjög fína ferđ ţangađ međ egypskri ferđaskrifstofu og alveg skínandi góđum innlendum leiđsögumanni, fornleifafrćđingi sem stefndi á ađ taka viđ stjórnartaumunum í Egyptalandi međ tíđ og tíma, ţví miđur er hann ekki búinn ađ láta verđa af ţví. Viđ lögđum af stađ um sex-leytiđ um morguninn og á tilteknum stađ söfnuđust saman 15-20 rútur sem fórum í kyrfilegri lögreglufylgd, löggan fremst og aftast međ blikkljósum og látum og rúturnar nćst ţeim skiptust á ađ víxla akreinum til ađ blokkera möguleika annarra til ađ komast framhjá löggunni og inn í röđina. Ţetta var hálfgerđ Nesjavallaleiđ yfir berangur lengst af (3-4 tíma ferđ hvora leiđ) en allt í einu opnađist fyrir okkur sýn yfir Nílardalinn iđjagrćnan.

nota4

 

Karnak, Dalur konunganna og sigling á Níl

Viđ skođuđum Karnak fyrir hádegi og vorum alveg heilluđ, en síđdegis var haldiđ í Dal drottninganna og Dal konunganna, og viđ ásamt einum Norđmanni völdum seinni dalinn, af ţví orđrómur var á kreiki um ađ honum yrđi brátt lokađ. Held ađ enn hafi ekki orđiđ af ţví. Flestir fóru í Dal drottninganna og ţangađ langar mig líka. Ţrátt fyrir hrikalegan hita var sú ferđ ofan í grafir og út um allt gríđarlega spennandi. Á eftir fórum viđ í siglingu á Níl, stutta, út í eyju ţarna skammt undan, en ţađ var ekki hćgt annađ en ađ prófa ađ sigla svolítiđ á Níl. Sama fyrirkomulag og lögreglufylgd var á bakaleiđinni og viđ komum örţreytt en rosalega ánćgđ úr ferđinni eftir 17 tíma úthald, stađráđin í ađ láta ţetta ekki verđa síđustu ferđina til Egyptalands. Síđan eru bráđum 18 ár og ýmislegt hefur gerst. En hver veit?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband