Dagur títuprjónanna og ađrir dagar í ţessari viku

Heyri talsvert af samanburđi milli ,,gamla" tímans (ţegar ég var barn) og nútímans ţessa dagana, saltkjötiđ var saltara, baunirnar lengur ađ mýkjast, bolluvendirnir meira notađir og svo er ţađ öskudagurinn, sem er orđinn ađ hrekkjavöku í Pollýönnubúningum (sem sagt enginn hryllingur) en var áđur dagur títuprjónanna. Man reyndar eftir ţví ađ hafa heyrt um miđja síđustu öld af krökkunum á Akureyri sem voru ađ ,,slá köttinn úr tunnunni" í alls konar búningum og á siđurinn rćtur sínar í svolítiđ sóđalegum, dönskum athöfnum sé ţetta rétt: ,,Ađ slá köttinn úr tunnunni er gamall siđur á Akureyri. Um er ađ rćđa danskan siđ sem hingađ barst á 19. öld.  Upphaflega var haldinn sérstakur kattarslagsdagur, en seinna meir var ţessi siđur fćrđur yfir á öskudag. Leikurinn var í upphafi í ţví fólginn ađ slá dauđan kött úr tunnu en međ tímanum hvarf nú dauđi kötturinn úr tunnunni og hrafn kom gjarnan í stađinn." (https://www.no.is/is/um-no/frettir/ad-sla-kottinn-ur-tunnunni)

2023-02-20_21-42-56

Hér fyrir sunnan beygđum viđ títuprjóna og saumuđum ótrúlega flotta öskupoka og laumuđumst svo aftan ađ blásaklaus fólki úti í bć og hengdum öskupoka á ţađ. Ţeir sem höfđu bestu samböndin höfđu meira ađ segja ađgang ađ efnisprufum og gátu saumađ öskupoka í öllum litum og mynstrum. Svo komu ţessir óbeygjanlegu títuprjónar og allt var ţetta til ónýtis og viđ tóku einhverjir skrípaleikir, sćlgćtissníkjur, búningar og misfagur söngur. Viđskiptahugmynd, sem kemur of seint: Af hverju fór enginn ađ framleiđa bogna títuprjóna?  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband