Óvænt fórnarlamb listaverkaþjófa

Fátt gleður geð okkar sem höfum lent í því að þrjótar hafa yfirtekið FB-aðgang okkar. Hef verið iðin við að birta myndir af nýjustu myndunum mínum á Facebook og einhverjar eldri myndir hafa ratað þar inn líka. Í þeirri hrinu sem nú gengur yfir verður samt að viðurkennast að ég fékk mjög óvænt skemmtilega athugasemd, þótt eflaust hefur hugsunin verið önnur: ,,Þú mátt þakka fyrir á meðan þeir fara ekki að selja myndirnar þínar!"

Þetta var einkum merkilegt í ljósi þess að þótt ég hafi hvorki ákveðið að gera myndlistina að ævistarfi mínu, þótt ég hafi sinnt henni vel, né áunnið mér einhverja frægð á því sviði, hef ég verið alveg ótrúlega vinsælt fórnarlamb listaverkaþjófa. Held að ,,mínir" listaverkaþjófar hafi ekki verið atvinnumenn, nema kannski þessi á Kaffi Rót, svo kannski er það ekki alltaf ábatavon sem ræður gjörðum heldur bara ánægja með verkin mín, hmmmm.

Kannski má rekja þessa tilhneigingu aftur til þess þegar sérhönnuðu lopapeysunum mínum var stolið úr bíl foreldra minna i Evrópu 1974, öðru var ekki stolið. En það var á árunum 1989 eða síðar sem þetta hófst svo ég vissi til, er uppáhaldsmynd var stolið úr geymslu vinkonu minnar, sem þá var flutt úr landi, en einhverjum öðrum verðmætum þyrmt. Svona áratug síðar hélt ég sýningu á Kaffi Rót í Hafnarstræti, þaðan var einni af kaffibollamyndunum mínum stolið af vegg.

bollar

 

Á annarri sýningu, fyrir um það bil áratug, á veitingahúsi í Borgartúni, hurfu 1-2 myndir þegar sýningin var tekin niður, þar á meðal meðfylgjandi mynd og þá snarpreiddist ég svo að á einhvern undarlegan hátt tókst að töfra þá mynd aftur til baka í mínar hendur. Nokkrar myndir hafa glatast í flutningum og öðru raski og umróti hjá vinum og ættingjum og þótt eitthvað annað hafi verið endurheimt, þá má segja að myndirnar eftir mig hafi aldrei verið meðal þess. Svo ég gat bara ekki annað en hlegið þegar hún Sigga vinkona mín sagði mér fyrir nokkrum mánuðum að myndinni hennar eftir mig hefði verið stolið, úr geymslu á Skólavörðustíg, ef ég man rétt. 

unnamed.rebbi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband