Fótboltakappi með áhugaverða myndlistarsýningu

Þarf endilega að endurspila 10-fréttir RUV, ekki vegna pólitískra tíðinda, heldur til að leita að frekari upplýsingum um myndlistarmanninn sem mér heyrist að hafi verið í ÍA. Sýndar voru nokkrar af myndum hans á sýningu og ég verð að viðurkenna að það er langt síðan nýr myndlistarmaður (eða nýuppgötvaður í mínum bókum alla vega) hefur gripið athygli mína jafn skjótt. Hreyfingin, karakterinn og töfrarnir í myndum hans náðu til mín. Nú er ég búin að nauðkemba Skessuhorn án þess að finna meira um þessa sýningu, en ég þarf rétt að skreppa á milli stýrikerfa til að spila aftur 10-fréttirnar. Þessa sýningu langar mig að sjá og ennfremur að fá að vita meira um myndlstarmanninn. Kannski getur mín góða vinkona Gurrí upplýst meira, enda með himneskt útsýni yfir ÍA völlinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hann er með sýningu núna í Kirkjuhvoli hér á Skaganum, síðasti sýningardagur er 31. maí, minnir mig. Greip bæklinginn hans með mér af kjörstað og rétt tókst að koma þessu inn í Dagskrána, Vikan fram undan, í Vikunni sem kemur út á fimmtudaginn. Man ekki í augnablikinu hvað hann heitir en myndirnar eru snilld! Verð að sjá þessa sýningu! Ertu með?

Guðríður Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk Gurrí, já, endilega. Við Ari ætlum upp í bústað um helgina ef veðrið verður gott en annars verðum við að vinna í húsinu, eða kannski verðum við með ,,blandaða helgi" bæði uppfrá og heima. Óli gæti líka viljað vera uppfrá með sínum vinum, þá yrðum við kannski meira heima, alla vega ég verð eitthvað á ferðinni. Verðum í sambandi. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2007 kl. 00:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband