Hestamennska ... fyrir aðra

Eins og fram hefur komið áður í þessum pistlum þá er ég óvirkur hestamaður, sem felst í því að ég hef gaman af að vera í kringum hesta og hestamenn (í réttu ástandi), get drukkið kaffi, Ari í vetrarleikumbrennivín og tekið í nefið, góð í heyskap, þokkaleg í mokstri (þótt ég sleppi yfirleitt), slarkfær í að kemba, klappa, gef ekki hestabrauð, var á tímabili þokkalega fróð í hestaættum, hef óskaplega gaman af því að ferðast um landið með hestagengjum, geri yfirleitt allt NEMA að fara á hestbak, það er að segja ekki síðan ég hryggbraut mig hérna um árið. Unglingsárin í hestamennsku líða að vísu seint úr minni, þá var þetta bara gaman. En ég er hins vegar gift miklum eðal hestamanni, og á meðan ég skrapp á skautana um daginn þá fór hann og tók þátt í vetrarleikum Sóta. Var að finna flottar myndir á Álftanesvefnum og má til með að birta þessar frábæru myndir. Þarf varla að taka það fram að það er Ari minn sem situr sinn jarpa svona vel.

Ari á jarpa klárnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt sumar.. um að vera með ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2007 kl. 23:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband