Notalegt síðdegi þrátt fyrir Forrest Gump í fertugasta sinn og engar skítkaldar skrúðgöngur

Það er hálf mislukkað að liggja í pest á sumardaginn fyrsta. Fjölskyldumeðlimir eru að horfa á Forrest Gump í fertugasta sinn, en ég er ekkert sérlega hrifin af því, músíkin er samt OK. Var reyndar að frétta það að í bókinni færi Forrest Gump líka út í geiminn, hmm, það verður alltaf að sleppa einhverju í kvikmyndaútgáfunni. En alla vega er maður ekki á rölti í einhverjum skítköldum skrúðgöngum, það eru víst ennþá skrúðgöngur en þær eru vonandi ekki eins skítkaldar og skrúðgöngur æsku minnar. 

Svona löglegir letidagar hafa samt alltaf ákveðinn sjarma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hvað þessi kuldi lifir í minningunni um sumardaginn fyrsta. Það er kannski þess vegna sem ég forðaðist eins og heitan eldinn að gera nokkuð úr skrúðgönguuppákomum við dætur mínar þegar þær voru minni, hélt því leyndu eins og ég frekast gat að nokkuð slíkt væri í aðsigi en lagði þeim mun meiri áherslu á að bjóða upp á eitthvað extra gott með kaffinu (gosinu) og færa þeim sumargjöf (svona til að plástra eigin sektarkennd)

Anna Ólafsdóttir (anno) 19.4.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Er nokkrum gerður greiði með því að draga hann eða hana út í kuldann og rokið?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef maður vill halda kvefi og annari óáran frá sjálfum sér og þeim sem maður elskar þá LÆSIR maður útidyrum á sumardaginn fyrsta.  Gleðilegt sumar Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 17:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband