Lesið blöðin - líka Fjarðarpóstinn!

Mér finnst mjög fróðlegt að lesa þá umræðu sem er að stigmagnast vegna álverskosninganna nú um helgina. Sé ekki betur en að hún nái ákveðnu hámarki í Fjarðarpóstinum sem var borinn út í dag til okkar útvalinna, Hafnfirðinga og Álftnesinga (sem ekki fá að kjósa um álverið). Umfjöllunin þar er mjög fróðleg enda er blaðið nánast allt helgað þessu stóra máli, þökk sé forsvarsmönnum blaðsins. Fyrir þá sem vilja skoða umfjöllunina vil ég sérstaklega benda á linkinn:

http://www.fjardarposturinn.is/ 

Það eru líka að detta inn greinar og fréttir í öðrum fjölmiðlum, en vilja kannski týnast meira innan um annað efni, sem von er. En ég vildi bara endilega benda á þennan link fyrir ykkur sem ekki fáið þetta ágæta héraðsfréttablað inn um lúguna hjá ykkur. Auðvitað varðar þetta mál okkur öll, en það verða Hafnfirðingar sem bera þá ábyrgð að kjósa fyrir hönd þjóðarinnar um málið. ,,Vona að þeir láti ekki kaupa sig," sagði ein frekar svartsýn við mig í kvöld. ,,Ég hef góða tilfinningu fyrir málinu," svaraði ég og meina það, og ætla rétt að vona að ég reynist sannspá. Hef trú á að þetta hafist, en það gæti orðið tæpt, minni enn og aftur á atkvæðin þrjú sem skiptu sköpum hér á Álftanesi í fyrra! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Við skulum vona að Hafnfirðingar hafni þessari stækkun.  Ég er Hafnfirðingur en það sem ég flutti norður í land í vetur þá get ég ekki kosið.  En ég vona að þetta verði flelt það er bænum og landinu fyrir bestu. 

Þórður Ingi Bjarnason, 30.3.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hef verið að fjalla um þetta mál á blogginu mínu. Fyrirgefðu, ég ásakaði ykkur
bara hreint og beint um mannvonsku. Fyrir utan öfgakenndar skoðanir ykkar í umhverfismálum virðist ykkur bara fjandans sama um alla þá hundruði launþega
fyrir utan þá fjölmörgu sem tengjast þessari starfsemi óbeint sem standa frammi
fyrir því á næstunni að missa sína vinnu og framtíðaröryggi. Þú vinnur væntanlega ekki þarna og síðasti viðmælandi þinn segist fluttur úr bænum og getur trútt
um talað.  Þannig, staldrið nú aðeins  við!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.3.2007 kl. 01:01

3 identicon

Æi, hvað á að segja við svona munnsöfnuði? "öfgakenndar skoðanir ykkar", "fjandans saman um alla þá hundruði launþega"..."standa frammi fyrir því að missa vinnuna og framtíðaröryggi". Sussum svei! HG

HG 30.3.2007 kl. 14:47

4 identicon

Mér finnst alveg hreint með ólíkindum hvað sumir eru ginkeyptir fyrir hræðsluáróðri Alcan-anna. Á morgun er ég að fara að segja NEI og ég hlakka mikið til að segja NEI. Þetta verður flottasta og jákvæðasta NEI-ið sem ég hef sagt. Mikið verður þetta gaman   Ég hef fulla trú á Hafnfirðingum og trúi því að jákvætt NEI verði í meirihluta atkvæða svo fallega bænum mínum líði betur. Mér er alls ekki sama um hann og hef hingað til ekki verið talin vond manneskja. En ef Guðmundur Jónas vill halda því fram að vinstri sinnað fólk sé vont fólk, þá verður hann bara að gera það, ef honum líður eitthvað betur með það. 

Oddrún 30.3.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Ég er að fara að segja JÁ á morgun.

Kveðja og virðing.

Árelíus Örn Þórðarson, 30.3.2007 kl. 21:01

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ekki minnkar spennan við þessar athugasemdir þetta er rosalega heitt (m)ál!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.3.2007 kl. 21:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband