Stóra (m)álið!

Afsakið, en ég bara get ekki hætt að hugsa um kosningarnar á morgun. Þegar álverið var reist á sínum tíma þá var ég nýlega flutt á Álftanesið og það sveið í augum að hafa þetta risaálver sem manni þótti þá, á leið af Álftanesinu. Sem betur fer hefur það ekki verið í sjónlínu að heiman síðan Álftanesskóli var reistur. Vissulega voru aðstæður aðrar þá, mikið atvinnuleysi, síður en svo þensla, en það er ekki rétt að umhverfismál hafi ekki verið komin á dagskrá, þau voru það þá eins og nú, en núna er reyndar miklu meiri vakning. Skoðanakönnun um fylgi flokkanna sýnir sterka stöðu umhverfismála með samanlögðu fylgi VG og Í upp á um það bil 30% en reyndar má bæta öðru eins samkvæmt daðurskvóta annarra flokka við þennan málaflokk. Í bili er það þó álið sem er stóra málið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Það er virkilega sorglegt að fylgjast með umhverfisverdarsinnum.  Það er ekki heil brú í ykkar málflutning.  Alcan hefur reynst góður vinnuveitandi og er fyrirmyndar fyrirtæki hér á landi.  Það þykir fínt og flott að mótmæla og þykjast elska náttúruna í dag og vinstra fólkið ( oftar en ekki listamenn og bótaþegar sem þekkja ekki hugtakið að vinna ) mótælir flestu.  Hin þögli meirihluti sem vill virkja og nýta náttúru landsins verðum að sjá til þess að landið okkar verði nýtt til haglegra nota. Hvers vegna ekki að virkja þjórsá, engin rök gegn því.

Hafnfirðingar kjósa rétt.

Verkamaður 30.3.2007 kl. 22:04

2 identicon

Spurning hvort það gerir mig að bótaþega eða listakonu að vilja sjá aðra framtíð fyrir landið heldur en stóriðjuver og virkjanir. Hvort heldur sem er tel ég þó göfugra heldur en að deila skoðunum með þessari nafnlausu manneskju sem telur sig tilheyra þöglum meirihluta. Það út af fyrir sig er ótrúlega fyndið að koma fram með þessum hætti og telja sig til þöguls meirihluta.

Anna Ólafsdóttir (anno) 30.3.2007 kl. 22:39

3 identicon

Með fullri virðingu fyrir bótaþegum og listafólki, þá sé ég ekki að þó stækkað verði í Straumsvík þá sé framtíðin aðeins stóriðjuver eða virkjanir, þetta er fjarri öllu lagi, álver Alcan í Straumsvík er ekki fyrir öðrum atvinnurekstri nema síður sé, rekstur álversins hefur þvert á móti orðið til að auka fjölbreitni í atvinnurekstri, og stækkun mun aðeins gera það enn meir, það er einföld staðreind að það hafa orðið til fjölmörg fyrirtæki í þjónustu við álverið og eru jafnvel farin að flytja út sína framleiðslu, og Anna þetta með að það sveið í augun að sjá þetta risaálver ? mér finnst þetta kjánalegt, hvað með allar blokkirnar á Völlunum ? þær eru nú ekki beint fallegar....

Sigurður Ólafsson 31.3.2007 kl. 03:04

4 identicon

Það er rétt hjá þér, Anna, að þegar álverið var reist þá voru aðstæður í atvinnumálum hér aðrar en núna og eru ekki 40 ár liðin síðan það var reist? Það sem þá var vitað um mengun og hættuleg efni var sérþekking, en í dag er mikið af þeirri þekkingu almenn þekking. Þetta skiptir máli. Þá var almennt litið svo á að sjórinn tæki endalaust við, núna vita menn (konur og karlar) betur. Sama á við á landi! Þá hefði ekki verið hægt að halda því fram að himinhvolfið gæti mengast af efnum sem er hleypt út í andrúmsloftið, núna vita allir að þetta er staðreynd.

Það er mín skoðun að álver standi öðrum atvinnureksti fyrir þrifum og þótt það fari öfugt ofan í einstaka sálir að heyra minnst á ferðaþjónustu þá ætla ég samt að nefna hana. Sér fólk fyrir sér náttúrutengda ferðaþjónustu á sama svæði og álver? Ekki ég! Hvernig rúmast álver innan ramma þess sem er kallað sjálfbærni. Ferðaþjónustan á Íslandi gerir út á það sem er kallað sjálfbær ferðaþjónusta og vistvæn ferðamennska. Trúir e-r því að álver sér æskilegur nágranni heilsutengdrar ferðaþjónustu? Það er ekki út í hött að spyrja að þessu því að t.d. bæði Reykjavíkurborg og Húsavík stefna á að laða hingað til lands fólk sem leitar eftir heilsutengdri ferðaþjónustu.

Mér er farið að finnast að fylgjendur álvera skeri sig frá öðrum að því leyti að þeir hafa ekki trú á því að hægt sé að fara aðrar leiðir en þær sem þeir þekkja. Þetta er e-s konar ótti við framtíðina; þeir virðast ekki þora að stíga skrefið og prufa nýjar leiðir, að dansa í takt við umhverfisvitund og þekkingu; af ótta, held ég, tala þeir fyrir því sem þeir þekkja og hæðast að þeim sem vilja þokast áfram. 

Aftur að álbræðslu og ferðaþjónustu. Þessar tvær útflutningsgreinar afla álíka mikils báðar tvær, þótt reynt sé að fá fólk til að trúa því að álver sé atvinnugrein en ferðaþjónusta huggulegur hliðarrekstur. Hins vegar er þessum tveimur jafnstóru útflutningsgreinum mismunað í þjóðhagsreikningum því að álinu eru taldar til tekna þær krónur sem það aflar en ferðaþjónustunni er talið til tekna aðeins hluti af því sem hún aflar, m.ö.o. þá er hún ekki til sem einstök atvinnugrein í skilningi þjóðhagsreikninga, heldur er hún sett saman sem hlutfall tiltekinna þjónustugreina, sjá nánar hér: http://www.althingi.is/altext/128/s/0929.html

Alltaf bestu kveðjur til þín, Anna, HG

HG 31.3.2007 kl. 04:45

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er undarlegt að hlusta á málflutning andstæðinga Alcans og féndur stóriðju á Íslandi. Hugsun þeirra ristir ekki djúpt og tillögur þeirra eru fáar og fjarstæðukenndar ef þær sjást

á annað borð. Halda mætti, að þetta lið ætli að lifa á sölu verðbréfa, fasteigna og lóða lon og don.Einhver glópurinn var að tala um ferðaþjónustu, eldfjallagarð, sem átti að skila mörgum milljörðum árlega, en í ljós kom að allir útreikningar voru vitlausir. Þeir hafa samt ekki verið leiðréttir ennþá, sem vekur grun um , að almenningur hafi átt að kyngja vitleysunni hrárri.

Vonandi ber Hafnfirðingum gæfa til sjá í gegnum blekkingar H-V-Grænna og kjósa JÁ í kosningunum í dag.

Með góðri kveðju frá Sigluifirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 31.3.2007 kl. 10:34

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Minkarækt, fiskeldi, vatnsútflutningur og refarækt útum allt land, saltverksmiðja á Reykjanesi, tréþurrkunarverksmiðjaá Húsavík, Álfossullarverksmiðjan, gærumeðhöndlunarverksmiðja á Akureyri
Þetta er nú bara það sem mér dettur í hug í fljótu bragði til að bend á að það er ekki einsog Íslendingar hafi ekki reynt að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið á íslandi í gegnum árin en því miður með mjög misjöfnum árangri. En það þýðir ekkert að gefast upp það verður að halda áfram að reyn.
Álið getur lækkað í verði, fólk almennt  dregið úr ferðalögum, fiskistofnar hrunið osv.Notum þau tækifæri sem við höfum og stækkum álverið mengunin frá því er hverfandi.
Ekkert er varnalegt og ef Íslendingar einhvern tíma í framtíðinni vilja loka álverunum þá bara gerum við það.

Grímur Kjartansson, 31.3.2007 kl. 11:59

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég gleymdi alveg að nefna gula skýið sem oft lá yfir álverinu, kannski næði ég því með lagni, yfir Álftanesskólann, ef nýja álverið kæmi með sína risastrompa. Það kemur ennþá fyrir að það sést ennþá einhver undarleg slikja yfir álverinu ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2007 kl. 16:31

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og eitt enn, mér finnst eins og ég sé að koma við einhverja kviku, það skyldi þó aldrei vera?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2007 kl. 16:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband