Vorið er komið hér í Cambridge

Stutt vinnuferð til Englands, eyddi deginum að hluta í Cambrigde og núna komin á fundarstað í Northampton, en fundurinn sem ég er að fara á er í fyrramálið. Að fundi loknum mun ég skreppa til Tang Hua vinkonu minnar sem búsett er í Cambridge. Hér er vorið komið, 19 stiga hiti í dag og kirsuberjatrén komin í blóma nú þegar. Ég er hugfangin af gróskunni og hlakka til vorsins heima, þegar litla kirsuberjahríslan mín mun vonandi státa af eins og þremur bleikum hnöppum, ekki mikið en það er svo margt annað fallegt. Fréttum að það snjóaði heima, er það rétt? Á eftir að kíkja á Mogga og/eða veðrið. Er að storma á undirbúningsfund núna innan nokkurra mínútna þannig að frekari vangaveltur munu bíða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, það er ansi vetrarlegt núna ... en alltaf jafnsjarmerandi!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kveðja til þín í útlandinu.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 08:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband