Hvernig ,,best" viljum við vera?

Hvernig ,,best" viljum við vera? Best af því við erum fremst í flokki í umhverfismálum eða af því við bjóðum fyrirtækjum afslátt af umhverfisvernd? Best af því við bjóðum einstaklingum mestan jöfnuð í skattamálum eða af því við bjóðum fyrirtækjum hagstæðasta skattaumhverfið? Best af því við tryggjum öllum launþegum sanngjörn kjör, innlendum sem erlendum, eða af því við tryggjum fyrirtækjum lágmarkslaunakostnað?

Mér finnst við best af því við erum frjáls og sjálfstæð þjóð sem á samskipti og viðskipti við allar þjóðir en njörvum okkur ekki innan Evrópumúra. Mér finnst við best af því við höfum ekki enn spillt öllum okkar náttúrugæðum. Mér finnst við best af því við erum að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Mér finnst við líka best þrátt fyrir ýmislegt sem aflaga fer. Það er bara viðfangsefni til úrlausnar.

 


mbl.is Er Ísland best í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Ég hvet þig til að sjá leikritið Best í heimi í Iðnó.  Það kveikir fleiri "best" hugleiðingar hjá þér.

Sigurður Ásbjörnsson, 7.2.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aha, takk fyrir ábendinguna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.2.2007 kl. 23:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband