Salt í sárin og ,,þetta sagði ég þér"

Hefur ykkur ekki oft langað að segja: Þetta sagði ég þér! þegar einhverjir eru loksins að átta sig því sem þið eruð búin að segja þeim hundrað sinnum? Og vantar ekki stundum vettvang til að dvelja aðeins lengur við einhver afglöp sem einhver hefur gert sig sekan um? Í samræðum við góða vinkonu mína, sem nú er reyndar að nálgast áttrætt, spratt eitt sinn upp sú hugmynd að halda saman smá yfirliti yfir allar þessar ,,þetta sagði ég þér" stundir lífsins - og þá er ég að tala um í pólitík, NB.

Það er auðvitað alltaf umdeilanlegra hvort við hæfi sé að nudda salti í sárin. Lifandi dæmi ætti að skýra mál mitt aðeins betur. Frjálslyndir héldu að hljómgrunnur fyrir rasisma-daðri þeirra mundi færa þeim fylgisaukningu í það óendanlega í skoðanakönnunum. Brotthvarf Margrétar og hennar hóps átti nánast engu máli að skipta. Þá sagði ég á hinu blogginu mínu að þetta yrði þeim dýrt. Svo þegar ég ég sá nýjustu könnunina í Blaðinu í morgun rann upp hið dæmigerða ,,þetta sagði ég þér" augnablik. Ef ég bít nú hausinn af skömminni einhvern tíma á næstunni og ný þeim þessu um nasir af einhverju (eða engu) tilefni, þá flokkast það undir ,,salt í sárin." Mér finnst, eins og fleirum, að gott fólk innan Frjálslynda flokksins hafi aðeins látið blekkjast af því nýja afli sem stormaði inn í samtök þeirra. Þótt ég deili ekki pólitískum skoðunum með flokknum þá hef ég haft ágæt kynni af fólki úr röðum hans og því hefði ég alveg getað unnt flokknum þess að sleppa við þessar hremmingar. Kannski er það ekki pólitískt klókt að láta sér annt um aðra flokka en sinn eigin, en það verður bara að hafa það. Ég vil engum flokki það að feta í fótspor norrænna rasistaflokka og óttast að ákveðin öfl innan Frjálslyndra stefni þangað. 

Boða hér með sérstakar síður á þessu bloggsvæði sem munu heita: ,,Salt í sárin" og ,,Þetta sagði ég þér" sem verður haldið úti með óreglubundnum hætti og hefja göngu sína þegar þurfa þykir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband