Líka hætt í menningarbindindinu, sem betur fer, ljósmyndasýning Soffíu rokkar

Þessi ár sem ég var í pólitísku bindindi var ég líka í menningar- og félagsbindindi, sem ég hélt að vísu misvel. Núna er ég farin að dreypa á smá menningu, þótt í hófi sé. Skrapp á opnun á ljósmyndasýningu Soffíu Gísladóttur sjávarmegin í Hafnarhúsinu áðan. Þarna er grafíkfélagið með lítinn og skemmtilegan sýningarsal, alveg passlegan fyrir myndirnar hennar Soffíu. Þetta er góð sýning, umhverfið betra en á seinustu sýningunni hennar sem ég sá á Sólon. Sýningin er vel þess virði að skoða hana og ég féll sérstaklega fyrir myndinni af manninum sem er að spila pool. Þeir sem líta þarna við (opið frá fimmtudegi til sunnudags) skilja ábyggilega hvað ég meina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband