Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Safnararaunir

Viđ í vinnunni vorum ađ rifja upp í hádeginu safnararaunir okkar á barnsaldri. Sammála um ađ frímerkjasöfnun vćri afskaplega leiđinleg. Mamma átti eina góđ sögu frá ţví hún bjó í Englandi, ţar sem einn ţekktasti frímerkjasafnarinn átti ađ hafa setiđ viđ opinn glugga og skođađ safniđ sitt ţegar dyrnar voru opnađar og dragsúgur myndađist. Eftir ţađ fór hann (víst) ađ safna gufuknúnum götuvölturum.

Reynsla og fjárhagur okkar vinnufélaganna var annars konar, en viđ hćttum ţessari iđju alla vega fljótt. Ég ţó ekki fyrr en ég fékk mitt fáránlegasta sjokk í söfnuninni. Pabbi og Dolinda konan hans (svissnesk) bjuggu ţá á Seyđisfirđi og til ţeirra kom ég á sumrin. Pabbi gat veriđ stríđinn en ekkert var fjćr Dolindu en ađ atast í 10 ára barni, eins og ég var ţá. Ţess vegna gat ég bara ekki skiliđ ţegar svona góđ og grandvör kona var ađ reyna ađ gefa mér frímerki frá helvíti! Hún sem var meira ađ segja organisti í Seyđisfjarđarkirkju (sem ég held ađ hafi ekki veriđ orđin blá ţá). 

zrj465tjt6eb3t9gmqotoogmg30u

Ef einhver skyldi deila ţessum skilningi á uppruna ţessa ágćtis frímerkis međ mér, ţá er rétt ađ geta ţess ađ ţetta latneskta nafn er á öllum svissneskum frímerkjum. Hér er meira um ţađ: Svissnesk frímerki 

Ţetta var ekki í eina skiptiđ sem ég hafđi alvarlegar athugsemdir ađ gera viđ hegđun fullorđins fólks gagnvart börnum. Ţessa sögu segi ég oft og einhverjir ţekkja hana, en ég var sem sagt pínulítil og rosalega lasin ţegar einhver hávaxinn lćknir reyndi ađ telja mér trú um ađ ég vćri međ rauđa hunda! Viđ sem áttum ekki einu sinni kött ţá. 

Áfram međ safnararaunir. Mamma var mikill safnari og ég hélt mig lengi frá ţeim siđ, hélt ég. Á frímerkjasýningu voriđ 1995 var mér bođiđ ađ sýna safn sem ég átti af smáskóm á alvöru-safnarasýningu og frétti síđar ađ ,,alvöru" söfnurum hefđi sárnađ ađ litlu, sćtu skórnir mínir hefđu vakiđ svona mikla athygli en alvörusafnaranir minni. Var meira ađ segja bođuđ í sjónvarpsviđtal eftir fréttir hjá Eiríki Jónssyni sem ţá var enn starfandi viđ sjónvarpsstöđ. Hann skildi ekkert í ţví hvađ ég sá viđ ţessa litlu, sćtu skó, og ég ekkert hvers vegna hann skildi ţađ ekki. Ţađ var bara fyndiđ. 

2023-02-27_22-08-59

Enn kaupi ég eitt og eitt smá-skó-par, en ég er enginn safnari. Nei, nei, á bara nokkur hundruđ myndir af bleikum húsum, eitthvađ fćrra af Esjumyndum og kom međ nokkrar litlar úlfaldastyttur frá Fuerteventura nýveriđ, en ţćr eru í hćsta lagi nokkrir tugir hér á heimilinu. Ekkert af ţessu flokkast undir ađ vera ,,alvöru" safnari, svo mér er óhćtt. 

unnamed (30)


Ekki bara börn sem klćđa sig upp í búninga

Greina mátti ýmsar kynjaverur ađ skjótast á milli húsa í dag, öskudag. Ţađ fylgir deginum núna í seinni tíđ og áreiđanlega bara gaman ađ stússa í ţví. Foreldrar taka ţátt í ţví af lífi og sál og oft ótrúlegri elju ađ uppfylla óskir barnanna. 

2021-07-18_23-39-41 (2)

Ţegar foreldar mínir voru ungir hélt Magga ömmusystir mín ađ minnsta kosti einu sinni grímuball, líklega oftar ţví ég hef séđ myndir bćđi úr sal sem líklega hefur veriđ ţegar hún var međ heilsurćktina Hebu, en líka heiman frá ömmu, elstu systur hennar. Myndin sem hér fylgir er ţađan, og pabbi sá eini sem mér sýnist ađ hafi ekki boriđ viđ ađ vera í búning, en mamma, lengst til vinstri, var međ. 

480495_4207469863459_954938823_n

Stundum er áskilinn einhver klćđnađur á vinnustöđum og hjá félögum, viđ Ari höfum mćtt í einhverjum kúrekaklćđum á samkomur hjá hestamannafélaginu Sóta og ekki má gleyma bleiku dögunum á ótal vinnustöđum. Einn vinnustađur öđrum fremri var sá sem ég vann á áriđ 2014, en ţar á bć munu vinir mínir enn standa sig einstaklega vel kringum Eurovision. Ţau eru enn öflug í ţví, svo ég held ég verđi ađ fá ađ mćta aftur til ţeirra í vor. Félagar mínir í Hamborg héldu ađ minnsta kosti tvisvar á ári föstudagssamkomur (beer-o-clock) međ fataţema, og suđurhafsţemađ var sérlega skemmtilegt. Já, ţađ eru ekki bara krakkarnir sem kunna ađ kćđa sig upp. 

20150605_205150 (2)


Baksviđs í Belgrad er greinilega rekki međ silfurlitum stuttkjólum

Hunskast til ađ horfa á forkeppni 2. Ţau Regína og Friđrik hafa unniđ fyrir áframhaldi, hvađ svo sem verđur, ţau hafa veriđ dugleg, áhugasöm, jákvćđ og hress.

En ég undrast alla stuttu silfurkjólana sem fulltrúar Svíţjóđar, Úkraínu, Tékklands og nokkrar frá Hvíta-Rússlandi (ađ minnsta kosti) hafa klćtt sig í. Ég held ađ ţađ hljóti ađ vera rekki međ fullt af silfurkjólum baksviđs og svo séu konur ađ lendia í ađ týna kjólunum sínum.

Annars fannst mér Króatía krúttleg, áđur hef ég séđ Finnland og ţeir eru flottir og svo finnst mér Serbía međ gott lag. Nú er búlgarska framlagiđ og sá sem spilar á gítar gćti veriđ sonur Johnny Halliday, franska flagarans sem fáir hér á landi ţekkja (og ekki mikils misst). Svo sem allt í lagi međ umbúđirnar á ţessu lagi.

Og Sigmar, ekki líkja saman ţessi lamađa Ho, ho, ho-i sem einhver sjórćningjasveit var međ, viđ okkar ágćta Hó, hó, hó sem er fjarri góđu gamni.

Malta er međ flott lag, ég er ađ heyra megniđ af ţessum lögum í fyrsta sinn, en yess, loksins sovna eitthvađ sem minnir á anarkistana í Chumbawamba hér um áriđ (komi til Íslands međ I get knocked out! lagiđ sem ég man ekki hvađ heitir). Og svo var söngkonan í stysta silfurkjólnum, ţađ náđi bara niđur ađ mitti, en sem betur fór var hún í svörtum buxum ţar sem kjólnum sleppti, hefur greinilega tekiđ vitlaust númer af rekkanum.

 


Hestamađurinn minn gerir ţađ gott áfram ...

Ari minn kom heim međ bćđi bikar, silfur og gull úr ,,Tjarnartölti" hestamannafélagsins Sóta í dag. Ég er ekkert undrandi. Auk ţess vann Tómas, 12 ára, í barnaflokki á merinni hans Ara. Í kvöld er Góugleđi Sóta, sem alltaf hafa veriđ einstaklega skemmtilegar samkomur, ţannig ađ fyrir óvirka hestakonu er nóg ađ hugsa um.

Dreifing á innsláttarţrautakóngi (eđa landagátu) fengin frá Hirti

Ţar sem ég treysti ţví ekki ađ allir lesi bloggiđ hans Hjartar (linkur hér til hliđar) ţá er ég komin međ ţrautina sem hann var ađ leggja fyrir sína lesendur. Búin ađ kveljast ótrúlega yfir ţessu, löndin eru ekki vandamáliđ heldur innsláttarvillur, ađ gera óvarrt bil fremst til dćmis, stafsetja löndin rétt á ensku og fatta hvađ England heitir svo dćmi séu nefnd. En samt sem áđur, njótiđ vel: Og ţótt ég kunni html, ţá stóđst ég ţađ ađ breyta 67 í einhverja hćrri tölu, t.d. 76 (ekkert diss á Hjört, tek ţađ fram) en ţađ var freistandi. 67


Til hamingju Gurrí og ţiđ hin (Bjarni og bróđir Vífils)

Innilegar hamingjuóskir til Akurnesinganna, ţetta var virkilega spennandi ţáttur, ţrátt fyrir Glitni og ađra mjög fyndna gleymsku. Og ábending til Gurríar til ađ tryggja ykkur sćti alla leiđ: Skođađu málverkabćkur! Matisse-myndin er meira ađ segja á plötuumslaginu hennar Herdísar Hallvarđs, ţađ er eftirgerđ mín af ţessari mynd gerđ eftir draumi Herdísar sem greinilega var um ţetta málverk!

Glćsileg frammistađa! Og bara gaman ađ Vífill skuli eiga ţátt í sigrinum ykkar, hann er auđvitađ bara óvenju hugmyndaríkur og skemmtilegur og bróđirinn lofar góđu, ţótt ég hafi ekki náđ nafninu svona í fyrsta. 


Orđiđ ljósmóđir sigrađi í fyrstu fegurđarsamkeppni íslenskra orđa - glćsilegur lokasprettur

Orđiđ ljósmóđir sigrađi í fyrstu fegurđarsamkeppni íslenskra orđa hér á blogginu Orđiđ var lengst af í forystu en um tíma skákađi orđiđ kćrleikur ţví og hnífjafnt var fyrir ađeins rúmum sólarhring, en á lokasprettinum stakk ljósmóđir öll hin orđin af. Í ţriđja sćti kom svo orđiđ dalalćđa, sem átti frćkilegan lokasprett. Nánar verđur sagt frá úrslitum á blogginu á morgun og sigurvegararnir kynntir og krýndir síđar. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband