Færsluflokkur: Sjónvarp

Sjónvarpsdagskrá fyrir Björn Bjarnason

Það er auðvelt að detta niður í Bond-myndir þessa dagana, ýmsar stöðvar, íslenskar og erlendar, greinilega búnar að dusta rykið af Bond-spólunum í tilefni af því að sú nýjasta hefur verið tekin til sýninga. Ég var alltaf mjög sátt við Roger Moore sem Bond, minnst reyndar að það hefðu verið fyndnustu myndirnar, en eftir að hafa séð 2-3 að undanförnu er ég ekkii eins viss. Þetta er auðvitað rakin dagskrá fyrir Björn Bjarnason, en hvorugt okkar hefur sennilega tíma til að horfa mikið á sjónvarp, og þó, ég kíki aðeins á House, Bond og Grey´s - svona þegar ég get. Og fréttirnar, ekkert enn sannfært mig um að þetta fari skánandi ...

Ótrúlega afslöppuð eða útúrstressuð á leið í spurningakeppnina Útsvar í kvöld með Guðmund Andra og Hilmar Örn mér við hlið

Eiginlega hef ég ekki hugmynd um hvort ég er ótrúlega afslöppuð eða útúrstressuð yfir því að vera að fara í spurningakeppnina Útsvar í kvöld, fyrir hönd Álftnesinga. Með mér í liði eru reynsluboltarnir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði, tónskáld og tónlistarmaður, og fullkomin leynd hvílir yfir undirbúningi. Það skal þó upplýst að bensínafgreiðslumaður í Garðabæ hefur áhyggjur af leikhæfileikum okkar og giskgetu (og örugglega margir fleiri), námsmaður í Ungverjalandi þurfti að senda fyrirspurn um hvort Útsvar yrði nú örugglega sent út á neitinu (svo er sagt) og ekkert okkar, að ég held, hefur boðið ættingjum sínum að vera við, þó hefur frést að einhverjir hafi sjálfir útvegað sér miða. Guðmundur Andri hefur skirfað mjög spaklega grein í héraðsfréttablaðið okkar, alftanes.is um hvað maður sé miklu gáfaðri í sófanum heima en við spurningaborðið, tek undir hvert einasta borð, hef nefnilega einu sinni áður látið véla mig í spurningakeppni í sjónvarpi. Frést hefur að Fjarðabyggð, sem við etjum kappi við, hafi skipt út öllu sínu liði frá því í fyrra.

Kvenfélagið á Álftanesi mun, ásamt Lions, gera grín að okkur á komandi þorrablóti, hvort sem við vinnum eða töpum, ef marka má reynsluna frá í fyrra, en þá var ég reyndar ekki með í liðinu. Hef samt orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera skotspónn á þorrablóti, endur fyrir löngu, ásamt fleirum reyndar, og fannst það miklu skemmtilegra en sumum hefur þótt, nefni engin nöfn ;-)

Þannig að þetta verður yndislega sveitó hjá okkur, eins og það á einmitt að vera. Bara gaman!


Haustið og House

Mér finnst komið haust í sjónvarpsdagskrána, House er byrjaður. Venjulega er það þannig á sumrin að jafnvel fólk sem er að reyna að rækta upp sjónvarpsáhuga, eins og ég er farin að gera eftir að houseég uppgötvaði hvílík hvíld svona heilalaust sjónvarpsgláp getur verið, gleymir tilvist þess langtímum saman. Helst að ég rumski þegar ég heyri af Monk á sumarkvöldi. En með haustinu koma þessir þættir einn af öðrum, House og haustlaufin, Greys Anatomy og vetrarstormarnir og loks American Idol og jólakreditkortareikningurinn. Mér finnst full fljótt að House sé kominn, fá lauf fallin og flest græn ennþá nema rauða röndin meðfram einhverri akbrautinni sem ég brunaði framhjá. Hitastigið framundan segir mér að House eigi ekki að vera byrjaður. En House er kominn á kreik og minnir á óhjákvæmilega komu vetrarins, einn góðan veðurdag.

Kvikmynd um að ólíklegur maður sé kjörinn forseti Bandaríkjanna, hvernig er hægt að gera slíka mynd ,,öðru vísi

Einn af kostunum við að vera hér uppi í bústað að vinna er að það eru færri sjóvarpsstöðvar sem glepja, en ég var samt ákveðin að horfa á ,,Man of the year" með Robin Williams, og sé ekki eftir því. Fantafín mynd. Hún er svo sem um klassískt efni, ólíklegur maður er kjörinn forseti Bandaríkjanna, kommon, hvernig er hægt að taka það dæmi frumlega? En ef þið hafið ekki séð myndina, þá er hún vel kvöldstundar virði.

M-heilkennið: Monk og Morse

Lítið horft á sjónvarp þessa dagana, og lítils að sakna. Samt kíktum við Nína á Morse á DVD um daginn og núna stend ég sjálfa mig að því að horfa á Monk, í stað þess að uppfæra handrit sem ég er með í höndunum. Alla vega þá eru þetta með skemmtilegustu spæjurunum sem ég fylgist með, svona eins konar M-heilkenni. Matrix er reyndar annað dæmi, en líka gott M-mál. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég hafi ánetjast fleiri M-spæjurum. Þið þekkið það eflaust betur en ég, en alla vega, þá væri gaman að vita af fleiri svona M-spæjurum.


Takk, Danir, fyrir að bjarga okkur frá 16. sætinu

Ætli 12 stig Dana hafi ekki bjargað okkur frá 16. sætinu í Eurovision. Það er alla vega ósköp sætt af þeim. Og þá er þessu fári lokið þetta árið.

Ég hef ekki hundsvit á Eurovision ... en stefnir þetta ekki allt í 16.sætið?

Þótt ég hafi einu sinni unnið pottinn (þegar Eistland vann) í Eurovision partýi, þá hef ég afskaplega litla tilfinningu fyrir sigurlögum Eurovision. Rússland heyrði ég og var ekki hrifin, en Grikkland, ég bara þekki það lag ekki. En sjáum hvað setur. Og skyldum við lenda í 16. sætinu, enn einu sinni?

Íslendingar fengu ein fyrstu stigin í atkvæðagreiðslunni ... aha

Ekkert meira um það að segja.

Palladómar yfir kjúklingnum og snakkinu

Eftir skemmtilega dvöl á íþróttamóti hestamannafélagsins Sóta í dag (gleðilegt mót, sjá næstu færslu að neðan) og smá vinnurispu þá er komið að því að hafa skoðun á Eurovision lögunum, sem ég er að heyra sum hver í fyrsta sinn.

Fyrsta sem grípur mig er Bosnía-Hersegóvína. Svo verður þetta bara að þróast eftir því sem á líður.

Já, svo er þetta líka brúðkaupsafmælið okkar Ara (28 ára) en við höldum meira uppá trúlofunarafmælið svona yfirleitt, fórum þó til Egyptalands í tilefni af silfurbrúðkaupinu fyrir 3 árum, fín afsökun til að skoða það fallega land pínulítið.

Sigmar er að rokka sem kynnir og Finnarnir eru að þungarokka núna, af mikilli snilld.

Króatía virkaði meira spennandi í hitt skiptið sem ég heyrði í þeim, en ok, mega vera í topp 12 mín vegna.

Regína Ósk og Friðrik Ómar brugðust ekki, fluttu sitt lag með mikilli fagmennsku.

Tyrkneskt Britpopp á eftir, skrýtið, en kemur bara ágætlega út, hef ekki heyrt þetta lag fyrr. 

Portúgal, alls ekki svo (portú)galið.

Mér finnst fínt að bogga yfir þessu, mest spennandi atriðið er auðvitað eftir, sem er atkvæðagreiðslan.

Danska lagið er auðlært, það er enginn smá kostur.

Í ljósi þess að úkraínska söngkonan hefur skrifað 3 barnabækur, Hvernig á að verða prinsessa, stjarna og sjónvarpskokkur, þá býst ég við að næsta barnabókin muni heita: Hvernig á að verða súludansari.

Frakkland: Já, margir hrifnir af þessu, nokkuð gott. Ænei, annars, endist ekki lagið út, þetta er ekki nógu skemmtilegt lag. Og athugasemd Simma um Mörð Árnason - fyrir ykkur sem heyrðuð hana, ætli það sé betra að syngja Vabbúvabba á frönsku en ensku?

Serbneska lagið hef ég heyrt nokkrum sinnum, líklega aðallega í útvarpi, og það er bara fínt.


Já, já, þau eiga það svo sannarlega skilið að komast áfram ...

Regína Ósk og Friðrik Ómar hafa sinnt sinni pligt í Belgrad af mikill elju og samviskusemi og sýnt fagmennsku sem fleytti þeim í úrslitaþáttinn. Óska þeim alls góðs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband