Palladómar yfir kjúklingnum og snakkinu

Eftir skemmtilega dvöl á íþróttamóti hestamannafélagsins Sóta í dag (gleðilegt mót, sjá næstu færslu að neðan) og smá vinnurispu þá er komið að því að hafa skoðun á Eurovision lögunum, sem ég er að heyra sum hver í fyrsta sinn.

Fyrsta sem grípur mig er Bosnía-Hersegóvína. Svo verður þetta bara að þróast eftir því sem á líður.

Já, svo er þetta líka brúðkaupsafmælið okkar Ara (28 ára) en við höldum meira uppá trúlofunarafmælið svona yfirleitt, fórum þó til Egyptalands í tilefni af silfurbrúðkaupinu fyrir 3 árum, fín afsökun til að skoða það fallega land pínulítið.

Sigmar er að rokka sem kynnir og Finnarnir eru að þungarokka núna, af mikilli snilld.

Króatía virkaði meira spennandi í hitt skiptið sem ég heyrði í þeim, en ok, mega vera í topp 12 mín vegna.

Regína Ósk og Friðrik Ómar brugðust ekki, fluttu sitt lag með mikilli fagmennsku.

Tyrkneskt Britpopp á eftir, skrýtið, en kemur bara ágætlega út, hef ekki heyrt þetta lag fyrr. 

Portúgal, alls ekki svo (portú)galið.

Mér finnst fínt að bogga yfir þessu, mest spennandi atriðið er auðvitað eftir, sem er atkvæðagreiðslan.

Danska lagið er auðlært, það er enginn smá kostur.

Í ljósi þess að úkraínska söngkonan hefur skrifað 3 barnabækur, Hvernig á að verða prinsessa, stjarna og sjónvarpskokkur, þá býst ég við að næsta barnabókin muni heita: Hvernig á að verða súludansari.

Frakkland: Já, margir hrifnir af þessu, nokkuð gott. Ænei, annars, endist ekki lagið út, þetta er ekki nógu skemmtilegt lag. Og athugasemd Simma um Mörð Árnason - fyrir ykkur sem heyrðuð hana, ætli það sé betra að syngja Vabbúvabba á frönsku en ensku?

Serbneska lagið hef ég heyrt nokkrum sinnum, líklega aðallega í útvarpi, og það er bara fínt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þau eru alveg ágæt mörg lögin þarna, hef ekki ákveðið hvaða lag ég kýs, geri það í lokin.

Innilega til hamingju með 28 ára brúðkaupsafmælið!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Finnskt þungarokk, ekki spurning, nema ég heyri eitthvað skárra.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2008 kl. 20:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband