Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Skírn í fjölskyldunni og hátíðin læðist að, blessunarlega

Litli sonur hans Stebba bróðursonar míns og Margrétar var skírður í dag, Kári litli sem sagt kominn með nafn og Katla stóra systir hans stækkar bara og stækkar. Yndislegt að hitta svona marga úr nánustu föðurfjölskyldunni á einu bretti, tvíburarnir hennar Guðrúnar (systur Stebba) sem voru skírðir fyrir nánast réttu ári eru orðnir þvílíkt stórir að ég ætlaði ekki að trúa því, Emil ,,litli" líkist stóra bróður sínum sífellt meir. Gaman að taka frá dag til þess að spjalla við fjölskylduna og fá fréttir og sjá sprettuna í ungviðinu. Þarf að finna tíma til þess að setja inn myndirnar sem ég tók í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Það er að bresta á einhver hátíðartilfinning í kollinum á mér, verð bara að viðurkenna það. Hef verið veik fyrir jólaskrauti (auðvitað elt tilboðin í anda kreppunnar) allt frá því við Gunna vinkona fórum í leiðangur á milli funda á fyrsta des. Það er sem sagt slatti af nýju jólaskrauti komið á heimilið, enda setjum við stóra jólatréð okkar upp, væntanlega uppi, í fullum skrúða í þetta sinnið, vona ég. Og gamla búbbl sérían fær að komast upp við tækifæri vona ég, hún er sennilega næstum jafngömul og ég, sem sagt fifties framleiðsla og ótrúlegt að hún skuli enn vera við lýði, auðvitað líka með óvirðulegri perum í bland, því þessar búbbl perur eru enginn hægðarleikur að hafa upp á. Samt gerðist ég svo fræg að finna tvær á Ebay og kaupa þær. Held bara að það sé það eina sem ég hef keypt á Ebay, en margt hef ég nú skoðað þar.

 

 


Ljúf helgi á næsta nesi

Eyddi ótrúlega miklum tíma á næsta nesi, Seltjarnarnesi, þessa helgina. Í gærkvöldi fórum við Ari á skemmtilega söngskemmtun í tilefni af 40 ára afmæli Selkórsins, sem er kórinn sem Elísabet systir CIMG4119er í núna, gaman að sjá hana í rokkhljómsveit sem líktist Grýlunum ótrúlega mikið! Og önnur söngatriði og skemmtiatriði voru stórfín líka. Svo var að skreppa á eigið nes aftur en innan sextán stunda vorum við aftur mætt á sama stað, í félagsheimili Seltjarnarness, í þetta sinn á ættarmót í tengdafjölskyldunni minni, sem var vel heppnað eins og við var að búast. Þess á milli hafa fundarsetur, smá tiltekt og vinkonuheimsókn sett svip sinn á tilveruna. Ljúf helgi. Nesjamennska, já, mér datt það orð í hug, sem ég heyrði reyndar ekki fyrr en ég var komin upp í háskóla og þá alveg sannfærð um að það hlyti að vera eitthvað voðalega jákvætt, þar til ég komst að því að það orð væri notað yfir það sama og ég notaði orðið afdalamennska. Líklega ræður uppeldi einhverju, hef nefnilega lengst af búið á Álftanesi og þar á undan í grennd við Seltjarnarnes, en sumir vilja reyndar halda því fram að stór hluti Reykjavíkur standi á því nesi. Blanda mér ekki í þá umræðu. Þess má geta að kennarinn minn góði sem kenndi mér orðið ,,nesjamennska" og merkingu þess var alinn upp í (af)dölum Borgarfjarðar. Skemmtilegur skilningur á orðum, ég elska bæði dalina í Borgarfirði og nesið mitt góða.


Afmæli Myndlistarskólans í Kópavogi og vinkonuhittingur

Eftir smá vinnutörn í dag fór ég stutta stund í 20 ára afmæli Myndlistarskólans í Kópavogi, sem er CIMG3194kominn í frábært húsnæði á Smiðjuveginum. Þar eru nú margir af gömlu félögum mínum úr Myndlistarskólanum í Reykjavík, sumir að elta kennara og aðrir aðra nemendur, sem fóru milli skóla á undan og eflaust eru ástæðurnar margar, eins og gengur. Sumir eru svo snjallir að vera í báðum skólunum, bæði kennarar og nemendur, enda báðir skólarnir virkilega fínir skólar. Glæsileg afmælisveisla og gaman að hitta svona marga sem ég hef ekki séð lengi.CIMG3197

Á eftir hitti ég Guðnýju vinkonu mína á Brons, en þar mælum við okkur stundum mót og fáum okkur súpu og gott kaffi, í mínu tilfelli Latte, er orðin frekar háð því. En því miður er búið að skipta um súpumatseðill og kókos-kjúklingasúpan ekki fáanleg lengur. Það er synd og skömm, en þetta er eflaust allt með ráðum gert. Það er aukaatriði, aðalatriðið er að hitta góða vinkonu og skiptast á fréttum og pælingum.

CIMG3199CIMG3200 

Svipmyndirnar eru úr skólanum fyrr í vetur.


Elfa í ævintýraveröld, stjórnarslitin sem kannski verða og Seattle í síðsumarbúningi

Ævintýraveröldin sem Elfa vinkona mín er búin að byggja upp hér rétt norðan við Seattle er með ólíkindum. Ég hef alltaf vitað að hún væri snjöll en satt að segja hætti ég seint að vera hissa, hér er bæði hús og listahús sem hún hefur verið önnum kafin að byggja upp.

Elfa og Tom sýndu mér Seattle í dag þegar ég kom af flugvellinum og satt að segja er borgin enn flottari en ég gerði mér grein fyrir. Ekki spillti veðrið, sól og blíða. Fórum meðal annars á bændamarkaðinn sem næstum var búið að slátra á níunda áratugnum og á söguslóðir Starbucks og Sleepless in Seattle, en síðarnefnda hverfið er satt að segja alveg ótrúlega fallegt. Myndamál í smá flækju, þar sem mér hefur ekki tekist að útvega mér hleðslutæki fyrir myndavélina mína með amerískri snúru, þrátt fyrir ítrekaða leit. En það gæti verið að við séum að finna lausn á því.

Svo var ég auðvitað spurð um ástandið heima og ég svaraði sannleikanum samkvæmt að ég vissi ekki, þegar ég fór í flugið, hvort stjórnin væri enn lifandi þegar ég lenti. Ummæli Björns Bjarnasonar og Jóns Baldvins gefa ekki mikið tilefni til þess að treysta því.

Hef það frábært og íhuga að akitera fyrir ættarmóti hér um slóðir. Þá gæti Andy spilað hér, Anne og Nína mætt á þorrablót, Elísabet systir gæti kíkt til Helgu í leiðinni og svo hefði ég Ara, Óla og Hönnu hér, mamma myndi ábyggilega heillast af listahúsinu hennar Elfu, svo eru nokkrar vinkonur sem þurfa að sjá meira ... og já, ég mun skila öllum góðum kveðjum, í orði og verki.


Í barnaafmæli í Colorado á mini-golfvelli með sjálflýsandi golfkúlum og brautum

Ekkert smá merkilegt barnaafmæli í dag, enn er dagur hjá mér hér í Colorado. Afmælið hans Owens frænda míns var sem sagt á mini-golfvelli í stóru moll-i hér og þar var allt sjálflýsandi. Myndirnar sem við tókum voru ekkert sérlega skýrar en ættu að gefa hugmynd um hvað var að gerast.

100_0547Fyrr í dag fórum við niður í miðbæ, eða gamla bæinn hér í Fort Collins og þar er mjög fallegt og gaman að rölta um í góða veðrinu tókum eina góða mynd þar sem fylgir hér á meðan, það var reyndar Aiden sem tók bestu myndina, en hann er bara sex og háfls árs og því ekki að myndinni en í staðinn set ég mynd af honum á skautaæfingu í morgun.

Hann er með rauða hjálminn og pabbi hans sá bláklæddi.

 

 

 

100_0545

 

 

 

 

 

 

100_0536


Betware beauties og fleiri dísir

Er í merkilegum félagsskap sem kallast Betware Beauties, sem eru konur sem vinna hjá Betware eða hafa unnið þar, aðallega um 2004-5. Við hittumst í rokinu í dag uppi á 19. hæð í nýbyggða turninum í Kópavogi. Þrátt fyrir takmarkað útsýni var gaman að koma þangað og enn meira gaman að hitta gömlu vinnufélagana sem eru einstakar manneskjur, allar saman. Það næst auðvitað aldrei full mæting, ég missti af endurfundi í fyrra af því ég var í Cambridge að hitta enn aðra gamla vinkonu frá Betware, sem er sest þar að, alla vega í bili. Sumir vinnustaðir eru þannig, alla vega á sumum tímabilum, að þeir verða sérstaklega minnisstæðir og Betware árin mín (næstum fimm) í aldarbyrjun voru einmitt svoleiðis tími, yndislegir félagar og gaman að fá fréttir af gömlu vinunum, sem eru sem óðast að festa sitt ráð og fjölga mannkyninu.

Svo hitti ég enn aðra vinkonu mína seinna í dag, við reynum að hittast helst ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði, en raunin er líklega svona á fimm til sex vikna fresti, sem er mikið skárra en ekki neitt. Vinahóparnir okkar skarast lítið og þess vegna er bara að skipuleggja það að hittast, og mér finnst það alltaf jafn æðislegt.


Menning og þýðingarvilla, ættingjar og pest

Lítið fer fyrir menningu hér á bæ á þessari menningarnótt (sem er reyndar þýðingarvilla úr skandinavísku, efitr því sem ég best veit og byrjaði rosalega vel á því að allt var opið og skemmtilegt fram til fjögur eða fimm að morgni, eða þar til einhver áttaði sig á því að kulturnat er menningarKVÖLD).

flugeldarÉg er sem sagt lögst í pestina sem ég hélt að ég hefði sofið úr mér í gær. Það var smá misskilningur. Í dag var ég þó svo brött að ég skrapp á ættarmót í ausandi rigningu á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit býst ég við. Sem betur fór höfðum við aðstöðu inni, því mæting var rosalega góð. En þegar leið að afmæli sem við Ari ætluðum í var ég orðin æði framlág og ákvað að dreifa eymd minni ekkert frekar heldur kúra og reyna enn að koma þessari ,,bíp" pest af mér.

En ég ætla, eins og allir aðrir á Íslandi, að vakna í fyrramálið.


Yndislegir endurfundir í frábæru afmæli Gurríar

Orðin uppiskroppa með jákvæð lýsingarorð. En ... eftir himneskt veður, stórkostlega frammstöðu landsliðsins í handbolta og almennt ánægjulegan vinnudag, þá var haldið í afmælið hennar Gurríar, sem ég fagna hér neðar á síðunni, eins og glöggir lesendur sjá. Þetta var eins og alltaf alveg CIMG3057Himnaríkisafmæli, mikið af skemmtilegu fólki og afmælisbarni þar fremst í flokki. Og svo urðu þarna miklir og góðir endurfundir okkar gömlu vinkvennanna, sem ég málað hér um árið (1987 held ég) þegar Elfa okkar birtist, en hún er sú eina okkar þessa stundina sem ekki býr á landinu. Ég var að vona að hún kæmi nógu fljótt til landsins, þegar ég hitti á hana á msn fyrr í sumar, en samt var þetta eiginlega of gott til að vera satt. Og hér erum við og ég læt líka fylgja myndina góðu, sem ég málaði af okkur hér einu sinni. Sú fimmta í hópnum er hálfgerð felukona, bæði fjarri góðu gamni í dag og ekki alveg sýnileg á myndinni, en þannig hefur þetta eiginlega bara verið hjá okkur.

Röðin á okkur er nálægt því að vera öfug á myndunum, eða kannski alveg, man ekki alveg hver er hver, ég bara málaði myndina, útskýrði hana ekki ;-)  Vinkonurnar  

 


Dýrðardagur í mörgum sveitarfélögum - og enn eru 27 gráður á útimælinn (sem er í skuggsælu umhverfi)

Þetta er búinn að vera ótrúlegur dýrðardagur. Vaknaði við sól og blíðu og kláraði svefninn úti á vindsæng (eftir að hafa unnið fram á nótt). Dró tölvuna út á pall undir hádegið og vann í sólarsælunni þar til Gunna vinkona kom að norðan úr Austur-Húnavatnssýslu. við fengum okkur í svanginn en svo var haldið í leiðangur dagsins til að sækja ömmu hennar Katarínu, tengdadóttur Gunnu í flug. Við vorum búnar að ákveða að fá okkur kaffi á leiðinni á Súfistanum í Hafnarfirði og þar sátum við hálftíma lengur en við höfðum ætlað í steikarblíðu úti (auðvitað) vegna seinkunnar á flugi CIMG2993frá Frankfurt. Amman, sem er 84 eða 87 ára (munum hvorug hvort er) vippaði sér eins og unglingur úr tollinum og í bankann að skipta pening og svo ókum við hingað upp í bústað og eyddum smá stund hér, áður en þær héldu áfram norður í land. Klukkan var orðin hálf átta núna í kvöld og hitinn enn í 27 gráðum þegar þær lögðu í hann, en sem betur fór hafði þokunni létt, sem hafði hvílt yfir langmestri leiðinni að norðan þegar Gunna kom til mín hingað í Borgarfjörðinn. Tímasetningar eru knappar, því í nótt leggja Guðmundur og Katarína af stað suður og snemma í fyrramálið í frí til Tyrklands, en amman er meðal annars að koma til að hjálpa til við að passa Elísabetu litlu, sem er orðin ansi dugleg að hreyfa sig.

Á morgun er frábær spá hér í Borgarfirðinum en aftur á móti á að fara að rigna í bænum, þannig að ég hugsa að ég verði hér áfram fram á kvöld alla vega, kannski lengur. Á meðan ekki er málningaspá (spár hafa reyndar ekki alltaf gengið eftir þessa dagana og miklu betra veður en lofað hefur verið).  Ég er gjörn á að kalla hitamælinn í Hafnarfirði bjartsýnismæli en þennan í Mosó grobbmæli, en sá síðarnefndi sýndi 31 gráðu upp úr sex í dag!!!!

 


Skátinn og feministinn (játningar stoltrar móður)

Virkasti feministinn í fjölskyldunni er sonur minn, sem er tæplega þrítugur, eins og ég hef áður getið um. Hann mun væntanlega eyða verslunarmannahelginni með karlahópi Feministafélagsins að berjast gegn nauðgunum. Er auðvitað að springa af stolti og mest að hann hefur haft mikið frumkvæði í þessum málum undanfarin ár.

Núna er dóttir okkar með heila hersingu af skátum á Landsmóti skáta, hún er rúmlega þrítug og hefur unnið við æskulýðsmál meira og minna alla sína ævi. Hefur það raunar að sumarstarfi í sumar. Ég held hún hafi verið 17 ára þegar hún hélt sinn fyrsta foreldrafund og um svipað leyti hvíslaði ég að Ara mínum: Gerir þú þér grein fyrir að dóttir okkar er æskulýðsleiðtogi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband