Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Flokksráðsfundur og sýningarleiðsögn á sýningunni minni í Mosó

Á morgun og laugardag er haldinn flokksráðsfundur okkar Vinstri grænna á Hvolsvelli og ég hlakka til að renna austur og ræða pólitík á þessum eldheitu tímum. Hins vegar ætla ég að sleppa því að skreppa með í sumarferð VG sem verður í kjölfarið og liggur að þessu sinni í Þórsmörk. Þótt allmörg ár séu liðin síðan ég fór seinast í Þórsmörk, þá finnst mér alveg ágætt að sinna öðru um helgina, þoka handritinu að bókinni minni áfram og á sunnudag ætla ég að vera til taks á sýningunni minni í Íþróttamiðstöðunni Lágafelli í Mosfellsbæ og lóðsa þá sem vilja um hana og segja frá verkunum. Verð þar milli klukkan 15 og 19 á sunnudag. Endilega mætið ef þið hafið áhuga á, þetta er í leiðinni í og úr bænum.

aasundcimg4694_901538.jpg

 

 


Fór frá Íslandi í ESB-atkvæðagreiðslu og kem í Icesave hasar

Þegar fréttaflutningur er jafn alþjóðlegur og raun ber vitni er maður bæði heima og erlendis í senn, það er að segja - það er val hvers og eins. Þegar ég lagði upp í núverandi reisu var verið að kjósa okkur í þá ánauð sem ég tel að ESB-viðræðurnar séu, þar sem tíma og orku er eytt í vafasamar viðræður meðan önnur brýnni mál ættu að vera í brennidepli. Nú, þegar ég kem heim eftir rétt um sólarhring verður væntanlega ekki kominn botn í Icesavemálið, eitt eldfimasta mál íslensks nútíma.

CIMG4809Mér finnst mikil blessun að vera í góðu sambandi við landið mitt og fólkið mitt á meðan ég er erlendis en það merkir ekki að það sé ekki hægt að njóta yndislegra stunda við vinum sínum og njóta þess að vera í fallegu, framandlegu og ofurhlýju umhverfi. Og forréttindin eru þau að eiga erindi á aðrar slóðir, vera vinnandi með góða samvisku, því það er svo sannarlega ekki lengur sjálfsagður hlutur að hafa gefandi vinnu sem getur á góðum degi látið mann skrimta nokkuð þokkalega, síst hjá svona sjálfstætt starfandi fólki eins og mér.


Síðustu dagarnir hér í Washington-fylki hjá Elfu Gísladóttur

Þá fer að líða að heimferð eftir frábæra dvöl í næstum mánuð heima hjá Elfu Gísladóttur leikkonu og menningarmiðstöðvarstjóra hér vestast í Bandaríkjunum þar sem náttúrufegurð er með eindæmum. Í gær fórum við á sveitaskemmtun hér á sveitabæ í um kílómeters fjarlægð frá Conway Muse, þar sem Elfa er að byggja upp ótrúlega merkilega menningarmiðstöð, þvert á vilja bæjaryfirvalda sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leggja stein í götu Elfu sem er útlendingur, kona og meira að segja ljóshærð á amerískan mælikvarða. En þeim er ekki stætt á því og ég hef sjaldan heyrt annað eins hól um nokkurt framtak og menningar- og félagsmiðstöðuna hennar Elfu. Hér eru listsýningar, leikhópar, tónlistarfólk og barnastarf á vegum ýmissa aðila og það er bara brot af því sem gert er hérna. Veðrið hefur leikið við mig mestallan tímann og meira að segja eftir rigningarspá í dag var glaða sól mestallan seinni partinn. Í dag hreinsuðum við Elfa upp allar spurningarnar sem höfðu safnast upp að undanförnu þannig að ég ætti að vera í stakk búin að skrifa það sem útaf stendur af ævisögunni hennar, sem hefur verið að fæðast á undraverðum hraða að undanförnu. Þetta er eiginlega ævintýri líkast.

Við gengum heim af sveitaskemmtuninni arm í arm eins og íslenskar táningsstelpur á leiðinni heim, svo þegar við vorum að verða syfjaðar kom Lindsay hin ótrúlega sjálfsörugga vinkona Elfu og Joe maðurinn hennar sem er af indjánaættum, lögfræðingur og sagnfræðingur eða mennt, Harvard menntaður og ótrúlega fallegu dæturnar tvær. Við sáum og spjölluðum fram á nótt og þær litlu duttu útaf í þægilegum sófum meðan við þessi gömlu vorum á sögu- og sagnasukki.

CIMG5002

 


Fylgst með úr fjarlægð og ævisaga Elfu Gísladóttur

Þegar ég var á leið Keflavíkurveginn um daginn áleiðis til móts við flugið sem bar mig hingað til Bandaríkjanna hlustaði ég á seinustu þingmennina gera grein fyrir atkvæði sínu varðandi ESB-aðildarumsókn, mál sem mér finnst það stærsta sem íslensk stjórnvöld hafa glímt við að undanförnu. Samfylkingin, sem sótt hefur aðildarviðræður hvað harðast, hafði naumlega betur í þeirri viðureign.

Síðan hef ég fylgst með á færi, fyrst með ESB-málunum, síðan Icesave og reyndar ýmsu öðru. Mér finnst af einhverjum ástæðum enn einkennilegra að vera stödd hér í Bandaríkjunum núna en það var í október síðastliðinn, þegar bankahrunið varð, en þá var ég líka hér vestan hafs.

Hins vegar er þessi ferð mín hingað til Washington-fylkis, rétt norðan við Seattle, hið besta mál. Ég er að skrifa ævisögu Elfu Gísladóttur leikkonu með meiru, sem rekur öfluga menningar- og listastarfsemi í héraðinu norðan við Seattle. Það hefur ekki gengið átakalaust fyrir hana að fá öll leyfin fyrir starfseminni, en hún hefur haft sigur í baráttunni við yfirvöld, dýran að vísu, en hún er baráttujaxl.  CIMG3708

 


Atkvæðagreiðslan um ESB-aðildarumsókn á morgun - valkostir í atkvæðagreiðslu fyrir þingmenn

Baráttan gegn ESB-aðildarumsókn er að ná hámarki, hvort sem okkur ESB-andstæðingum líkar betur eða verr. Var að fá smá facebook-pælingu sem mér finnst rétt að fara aðeins í gegnum:

Mgi langar að kortleggja og lesa aðeins í möguleikana sem þingmenn hafa til að segja hug sinn á morgun. Tel hjásetu ekki með, þótt hún hafi verið iðkuð í EES-samningnum:

1. Með breytingartillögu - hún felld - móti aðildarumsókn.

2. Með breytingartillögu - hún felld - með aðildarumsókn.

3. Móti breytingartillögu - hún felld - móti aðildarumsókn.

4. Móti breytingartillögu - hún felld - með aðildarumsókn.

5. Með breytingartillögu - hún samþykkt - móti aðildarumsókn.

6. Með breytingartillögu - hún samþykkt - með aðildarumsókn.

7. Móti breytingartillögu - hún samþykkt - móti aðildarumsókn.

8. Móti breytingartillögu - hún samþykkt - með aðildarumsókn.

 

Ég ætla ekki að raða þingmönnum á þessa bása að svo stöddu. Hef samt grunsemdir, en ekkert er víst í þessum efnum nema að Samfylkingin mun eflaust raða sér öll á bás 4 eða 8 eftir því hver örlög breytingartillögunnar yrðu.  Ef ég sæti á þingi núna myndi ég væntanlega kjósa nr. 1 eða 5.

Er í þeirri undarlegu stöðu að vera að fara utan á morgun en mun fylgjast með atkvæðagreiðslu, umræðu, eða hverju því sem verður í gangi þar til ég fer í flugið síðdegis. 

 

 

 

 

 


Erfitt verk fyrir höndum að bjarga heilu þjóðfélagi - eyðum ekki tímanum í ESB-vitleysu

Við eigum erfitt verk fyrir höndum að bjarga heilu þjóðfélagi og það er vandaverk. Enn er ég sannfærð um að hæfileikaríkara fólk að upplagi en fulltrúa vinstri grænna eigum við ekki til að sinna því verki, en leiðir stjórnmálanna eru sannarlega dularfullar og tengsl Icesave og ESB-málsins eru þess eðlis að ég tel að enn séu ekki öll kurl komin til grafa. En eitt svíður mér sárt, að á þessum tímum skulum við vera að eyða tíma, peningum og orku fólks, sem ætti að fá frið til þess að bjarga samfélaginu, í ESB-vitleysu. Er það í raun og veru satt að Samfylkingin sé með hótunum að þoka þessu máli, sem alþjóð vill alls ekki að gangi fyrir björgun samfélagsins okkar, yfir á næsta stig, með hlutaðeigandi peningaaustri, orkusóun (fólks) og tímasóun?

Sorglegast að heyra fólk segja: Þetta er bara byrjunin ...

Verð að viðurkenna að ég kunni varla við það að fara og skoða rústirnar í nágrenninu við húsið mitt, hálfgerður óhugur í manni vegna þeirrar óhamingju sem liggur að baki. En svo eftir fréttirnar í kvöld var eiginlega ekki hægt að verja það að skoða ekki þessa samtímasögu á meðan hún var að gerast fyrir framan nefið á manni. Svo við Heiða vinkona, sem var stödd hjá mér, litum við og þarna var múgur og margmenni og þungt yfir flestum. Ótrúlega mikið raunverulegra að koma að þessum stað og sjá með eigin augum, en að skoða fréttir fjölmiðla.

Það voru fleiri en einn staddir þarna sem sögðu eitthvað á þessa leið: Þetta er bara byrjunin ... og mér finnst það sorglegt. Hef ekki hugmynd um hvort það er rétt eða ekki, en þessi atburður er óneitanlega stingandi yfirlýsing um hvernig einn tiltekinn maður að minnsta kosti upplifir ástandið. Fólki á vettvangi var líka tíðrætt um að bankar tækju aldrei neina ábyrgð heldur settu hana eingöngu yfir á aðra. Og bankarnir ...


mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð

Þetta eru augljóslega skýr skilaboð frá þjóðinni og ættu að vera leiðarljós um næstu skref í málinu. Það er enn opið.
mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um lýðræðishallann í Evrópusambandinu

Eins og ég hef margoft bloggað um er skortur á lýðræði og fjarlægð frá valdi og ákvarðanatöku ein helsta ástæða þess að ég er einlæglega andsnúin Evrópusambandinu. Ákvarðanir sem teknar eru af andlitslausu valdi sem aldrei þarf að standa reikningsskap gerða sinna er nokkuð sem mér er fyrirmunað að skilja að nokkur geti sætt sig við, enda eru fjölmargir innan ESB sem eru mjög mótfallnir þessu. Einn þeirra er fv. Evrópusambandsþingmaðurinn Jens Peter Bonde frá Danmörku, sem kom eftirminnilega fram á sjónarsviðið í ESB-umræðunni í baráttunni gegn Maastricht-sáttmálanum. Hann hefur verið ötull að rekja galla ESB innan ESB-batterísins og ég vil endilega benda á vef hans. Því hefur reyndar verið slegið upp af fjölmiðlafólki sem fylgist ekki með að Jens Peter sé ekki lengur andvígur ESB, en það hefur alltaf verið vitað að afstaða hans til ESB er margslungin, Danmörk hefur lengi verið innan ESB, á litla von um að sleppa út og hann hefur viljað vinna að lýðræðisumbótum innan ESB, samtímis er hann hins vegar mjög harður gagnrýnandi sambandsins og vel þess virði að lesa það sem hann skrifar. Hér er tengill á vef hans og þar að neðan smá fróðleikur um andlitslausu kommissarana (á ensku):  

www.euabc.eu

APPOINTED IN SECRET

Commissioners are not elected. They are SECRETLY appointed by prime ministers. They always meet behind closed doors in the European Council. Formally the appointment is through a vote by super qualified majority.

Under the Treaty of Nice the appointment of a commissioner requires the support of 18 of the 27 prime ministers. Under the Lisbon Treaty it will require the support of 72 % - 20 of the 27 - prime ministers. Tthis is also equal to a representation of 65 % of all EU citizens where prime ministers vote with the number of their citizens.

The full Commission is approved by a majority vote in the European Parliament.

Commissioners cannot be sacked by national governments or parliaments. The non-elected Commission may govern for 5 years. Only in theory can the Commission be sacked by members of the European Parliament.

It would require a majority of 2/3 and an absolute majority of members. Not a simple majority as in the national parliaments. Minorities in the European Parliament have been threatening with motions of censure. Even when applied they never succeeded.

The European Parliament cannot sack an individual Commissioner or insert another Commission. Only prime ministers have the right to propose a new Commission if the European Parliament should reject their first proposal or sack with the 2/3 majority.


Hinn árlegi útskrifarskjálfti?

Í fyrra var ég of upptekin að halda útskriftarfyrirlesturinn minn og ætlaði að reyna að ,,hrista af mér" jarðskjálftann. Einhverjir á fyrirlestrinum yfirgáfu stofuna í VR II en ættingjar og vinir sátu kyrrir og biðu eftir að ég gæti þess að ég hefði alveg fundið skjálftann, sem ég neyddist á endanum til að gera.

Núna lá ég í makindum í gula sófanum og hlustaði á sjónvarpsþátt sem Hanna mín elskar, alger fíflagangur, þegar þessi hressilegi skjálfti fannst og heyrðist vel. Og nýkomin út útskriftarveislu Lindu systurdóttur minnar. Við mæðgur ræddum fram og til baka mögulega staðsetningu skjálftans og vorum sammála um að hann væri nálægt, Hanna veðjaði á Krýsuvík. Meðan gamla handsnúna heimatölvan var að hlaða upplýsingum um skjálftann varð gisk Hönnu orðið nokkuð nákvæmt.


mbl.is Jörð skalf við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband