Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Meirihluti Breta er semsagt andvígur verunni í ESB en vonlaus um að úrsögn sé möguleg

Mér finnst merkilegt að Bretar skuli vera að meirihluta ósáttir við aðildina að ESB, eða hvernig er öðru vísi hægt að skilja þessa frétt:

,,Könnunin bendir til þess að hlutfall þeirra, sem telja ESB-aðild Bretlands „af hinu góða“, hafi lækkað úr 43% í 31% frá árinu 1995. Hlutfall þeirra, sem telja aðildina „slæma“, hefur hækkað úr 30% í 37% á sama tíma."

En þegar spurt er hvort fólk vilji úr ESB þá lýsir niðurstaðan vonleysi, aðeins 21% vilja að Bretar stígi það stóra skref að segjasig úr ESB, það er að vísu næstum helmingsfjölgun frá 1995 en engu að síður sláandi niðurstaða í ljósi hinnar niðurstöðunnar.

 


mbl.is Aukin andstaða við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfing í mikilli sókn gegn þröngsýni og trúarofstæki ESB-sinna

Heimssýn er í mikilli sókn þessa dagana, enda blandast engum hugur um að fámennur hópur ESB-sinna sem eru tilbúnir að eyða allri orku þings og ráðuneyta, auk gríðarlegs fjármagns, í að sækja um aðild að ESB í stað þess að einbeita sér að því að bjargar heimilum og fyrirtækjum þessa lands.
mbl.is Heimssýn opnar útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður vorið? Ný könnun á bloggi í fríi.

Ný könnun á blogginu. Ríkisstjórnarkönnunin fór á svipaðan veg og kosningarnar, mikill meirihluti var á því að VG og Samfylking myndu mynda stjórn og hefur frekar farið vaxandi þrátt fyrir langdregna fæðingu. Takk fyrir góða þátttöku og endilega kjósið um vorið.

Silfur Egils er GULL

Er að horfa á endursýninguna á Silfri Egils frá í dag, allur þátturinn er skíra gull. Hér er hægt að horfa, ef vera kynni að einhver sé ekki búinn að sjá þennan ótrúlega þátt:

Silfrið í dag

Annars er ég enn í bloggfríi vegna annríkis. Varð bara að koma inn út af þessu.


Obama hjá Jay Leno líka

Ótrúlegt hvað við erum óvön því að bandarískur forseti hegði sér (opinberlega) öðru vísi en fyrirrennararnir. Sennilega þarf að fara aftur til forsetatíðar Kennedys til að sjá eins miklar breytingar á ,,stíl" forseta og þegar hafa orðið á stuttum valdatíma Obama. Hann mætir til Jay Leno (sýnt á Skjá einum í kvöld) og er ferlega fyndinn en kemur samt að alvarlegum málum með sannfærandi hætti. Hann talar við geimfara í geimstöð í sömu viku, ekki eins óvænt, en samanlagt er augljóst að nýr stíll fylgir honum. Klárlega skiptir stíllinn engu máli samanborið við það sem hann er að gera, en það sem engu að síður er að koma í ljós er að hann gerir sér grein fyrir þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu og velur hluta af þeim (Facebook og spjallþætti) til að ná til fólks, og það virðist virka.

Mér líkar húmorinn hans og hef hann grunaðan um að bera ábyrgð á honum sjálfur (spurður um hvers vegna hundurinn sé ekki kominn í Hvíta húsið: Þetta er Washington - þetta var kosningalorð!).


mbl.is Obama hringdi út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég líka ...

Ef VG heldur áfram að stýra efnahagsmálum þá sé ég vonarneista í þessu hrikalega ástandi. Á landsfundi Vinstri grænna voru miklar umræður um atvinnu- og efnahagsmál, urmull af góðum tillögum og mikið af umræðum um leiðir út úr vandanum. Enginn segir að þetta sé auðvelt, enginn er með yfirboð eða bull. Þetta er verkefni, erfitt verkefni, en ef við viljum að það sé unnið af mikilli elju, ábyrgð og með fullt af hugmyndum, upplýsingum og heiðarleika í farteskinu þá er leið út úr vandanum með því að endurnýja umboð VG. Og það sem skiptir mestu máli, sjónarmið jöfnuðar ráða meiri um sjónarmið gróða í fyrsta sinn í allt of langan tíma. Endurnýjum það umboð.
mbl.is Obama sér vonarneista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur eiga skilið að að fá heiðarlega valkosti

Fer ánægð af löngum og efnisríkum landsfundi VG. Mikill fjöldi efnismikilla ályktana var samþykktur í dag og greinilegt að okkar fólk fer ekki ráðalaust í kosningabaráttuna, velferðarmál, lýðræðismál, atvinnumál, efnahagsmál, utanríkismál og ýmislegt fleira var meðal þess sem ályktað var um og á síðu Vinstri grænna www.vg.is eru margar þessara ályktana þegar komnar inn.

Skýr krafa um heiðarleika, róttækni og málefnalega umræðu þar sem allt er uppi á borðinu er niðurstaða þessa fundar og kjósendur VG þurfa ekki að óttast að hreyfingin okkar fari undan í flæmingi. Samþykkt var tillaga sem gerir ekki bara núverandi stjórnarsamstarf að þeim valkosti sem flestir líta til heldur útilokar að kjósendur VG eigi á hættu að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda með fulltingi VG. Mér finnst býsna gott að tilheyra heiðarlegri hreyfingu.


mbl.is VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundur og landsviðburðir

Atburðir dagsins eru vissulega erfiðir og fyrir mér enn meiri staðfesting en nokkuð annað á því að það þarf að fá styrka, réttsýna og dugmikla stjórn að loknum kosningum. Þar vil ég sjá VG í forystu og vera á landsfundi hreyfingarinnar styrkir mig enn í þeirri trú að undir forystu VG sé farsælast að sigla út úr vandanum sem að steðjar, gæta að hagsmunum þeirra sem lökust hafa kjörin og byggja upp atvinnu og efnahag þjóðarinnar. Hugmyndir til atvinnuuppbyggingar hafa verið áberandi í máli fólks á landsfundinum og ég hlakka til að heyra niðurstöður málefnahópanna sem unnu sleitulaust í dag, en þær verða kynntar á morgun.

Vera á landsfundi VG: Að koma aftur inn í kjarna pólitískrar umræðu er ótrúlega gefandi

Hlaut mitt pólitíska uppeldi í Kvennalistanum, þótt ég hafi verið í alls konar friðar-, kvennabaráttu og annars konar réttlætisbaráttuhreyfingum á undan. Þar var grasrótarstarfið með því mesta sem gerst hefur í íslenskum stjórnmálum, þótt við höfum sjálfar oft viljað gera enn betur. Því var ég hálf hikandi að hella mér út í stjórnmál í ,,hefðbundnari" stjórnmálaflokki, það er vinstri grænum, þótt ég sé vissulega meðal stofnenda þeirrar ágætu hreyfingar og hafi starfað með henni að einstökum verkefnum. En mér líkar margt við að vera komin á bólakaf í starfið hjá vinstri grænum. Mér líkar auðvitað stefnan einstaklega vel, stefnan sem forðaði mér frá pólitísku munaðarleysi þegar ég neitaði að láta flytja mig hreppaflutningum úr Kvennalistanum yfir í Samfylkinguna á sínum tíma. Það var engin tilviljun að ég fann mig frá fyrstu tíð í þeirri stefnu.

Núna sit ég minn fyrsta landsfund VG og mér líkar málflutningur okkar fólks. Bæði fyrirfram tilkynntra ræðumanna og allra þeirra (alla vega 53) sem tóku þátt í almennum stjórnmálaumræðum í kvöld. Samhljómurinn er mikill, get tekið undir nánast með öllum nema þeim sem vilja slá af einarða andstöðu VG gegn ESB-aðild. Þeir voru teljandi á fingrum annarrar handar í umræðunni í kvöld svo ég kvíði því ekki hvernig landið liggur hjá okkur þegar tugir töluðu fyrir óbreyttri stefnu! Ég er rífandi stolt af flestu því sem okkar fólki hefur tekist að gera á stuttri setu í ríkisstjórn og þótt við eigum óunnin verk, þá mun verða gengið í þau! 


mbl.is Sterk skilaboð frá yngra fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætt að níðast á þeim sem síst skyldi - eigum við ekki að framlengja samninginn við Ögmund í næstu kosningum?

Þetta er allt spurning um forgangsröðun. Þessi forgangsröðun er rétt, af hverju að seilast ofan í vasa þeirra sem síst ættu að verða fyrir barðinu á niðurskurðinum, þegar nóg er af fólki fyrirtækjum sem eru vel aflögufær - og jafnvel þegar sverfur að er hægt að skera burtu ákveðið bruðl og óþarfa eyðslu. Ég ætla sannarlega að vona að við höfum Ögmund í þessu hlutverki sem allra lengst og best.
mbl.is Ögmundur afnemur dagdeildargjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband