Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mögulegar lausnir í stóra Eurovision málinu
15.5.2007 | 22:17
Þótt þetta sé auðvitað bara aðallega fyndið, þá er samt gaman að velta fyrir sér möguleikum til lausnar í stóra Eurovision málinu. Reyndar er búið að afsanna að hluta allar samsæriskenningar (með einhverri tölfræði) en ég gef mér að þær haldi.
1. Þessi er frá Björgvin Halldórssyni: Fólk er hætt að hlusta á lögin og sönginn, breytum Eurovision í útvarpsþátt.
2. Skiptum Noregi í ný ríki eftir málsvæðum (lönd fyrrum Noregs). Nóg af atkvæðum.
3. Sendum pólskumælandi innflytjanda næst. Þeir eru áreiðanlega jafn hæfileikaríkir og við ef við veljum rétta einstaklinginn.
4. Hættum í Eurovision.
![]() |
Breskur þingmaður krefst þess að Evróvisjón-kosningunni verði breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook
Salt í sárin ... eða verður það: Þetta sagði ég þér
15.5.2007 | 00:33
EF núverandi ríkisstjórnarflokkar ákveða í trássi við vilja þjóðarinnar, í trássi við heilbrigða skynsemi og í trássi við hag þjóðarinnar að hanga saman áfram þá held ég að ég verði, enn og aftur, að taka upp litlu dálkana mína, Salt í sárin og ef til vill seinna: Þetta sagði ég þér.
Þannig að:
1. Ef Árni Johnsen neitar að samþykkja fjárlög nema fá göng út í Eyjar, strax, þá skal ég segja: Þetta sagði ég þér!
2. Ef samkomulagið innan ríkisstjórnarinnar verður stirt, þá munu fjölmiðlar vera fljótir að fá einhverja til að segja eitthvað ljótt, sem aftur verður salt í sárin sem urðu til þegar einhverjir þorðu ekki að búa til almennilega ríkisstjórn.
3. Ef Framsókn heldur enn áfram að tapa í fylgiskönnunum (þið skuluð ekki ímynda ykkur að tími skoðanakannanna sé liðinn) þá verður það enn meira salt í sárin, eftir þessar hrakfarir Framsóknar nú.
4. Ef Kristinn Há Gunnarsson hlakkar yfir því að hafa skipt um flokk tímanlega, þá skal ég bara segja: Þetta sagði ég þér.
5. Ef stjórnarþingmenn fá óvenju mörg dýr og ólógísk kjördæmamál samþykkt næsta haust, þá ætla ég líka að segja: Þetta sagði ég þér.
Ykkur er velkomið að bæta við þennan lista, ég veit að hann getur alveg verið lengri. En andleysi hrjáir mig nokkuð eftir langa og stranga kosninganótt.
Fátt er svo með öllu gott ...
14.5.2007 | 14:42
VG og valkostirnir
14.5.2007 | 01:23
Þessar dæmalausu kosningar enduðu jafn klúðurslega og spár höfðu bent til. ,,Allt opið" og enginn góður kostur. Kaffibandalagið (sem ég hefði gjarnan viljað sjá án sumra frjálslyndra) er ekki inni og þá er sú spurning nærtækust: Hvaða kostir eru í stöðunni?
Mér finnst Vinstri græn skulda kjósendum sínum það að komast í stjórn, fyrir allan stuðninginn. Eða, ég leiðrétti mig: Skulda þeim það að komast til áhrifa, og það er best gert í ríkisstjórn. Nú er það ekki dagljóst að VG geti efnt það fyrirheit, því enn leyfi ég mér að óttast SS stjórn, sem ég tel vondan kost. Það eru tveir nokkuð jafnir kostir í stöðunni: DV stjórnin, eins og ég hef heyrt samstjórn Sjálfstæðisflokks og VG kallaða og vinstri stjórn með Framsókn innan borðs. Ég veit svei mér ekki hvort kosturinn er ásættanlegur, hvorugur er nein sérstök óskastjórn.
DV: Gömul nýsköpunarstjórnarrómantík er vissulega til í ýmsum, þegar Sósíalistaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fóru saman í stjórn fyrir mörgum áratugum, þá varð það mjög farsæl stjórn að margra mati. Kostir: Semja þyrfti um allt, því flokkarnir eru rosalega ólíkir, það getur verið kostur umfram SS stjórn, þar sem hægri öflin í Samfylkingunni fengju byr undir báða vængi. Í DV stjórn fengju sósíaldemókratísku öflin í Sjálfstæðisflokknum líklega farveg, sem út af fyrir sig væri allt í lagi. Sjálfstæðisflokkur hefur spilað passívur í stóriðjumálum og það yrði væntanlega hægt að slá af einkavæðingaráform, sem engin trygging er fyrir að SS stjórn myndi gera. Velferðarmál yrðu áreiðanlega vandmeðfarin í þessum félagsskap, þótt Geir sé vissulega mildari ásýnd en Davíð í þeim málum. Evrópusambandsmál yrðu ekkert vandamál, áfram frjálst land. Önnur utanríkismál, alveg eins ruglað og í svokallaðri ,,vinstri stjórn".
Vinstri stjórn með Framsókn. Helsti kostur yrði virkileg áhersla á velferðarmálin. Ókostur að vinna með Framsókn í sárum, ég er sammála Steingrími að því leyti að Framsókn er varla ríkisstjórnarhæf í því ástandi sem hún er nú, þó með þeirri undantekningu að ég held að Sunnlendingarnir myndu mæta galvaskir til leiks. Mér finnst frábært að Guðni skuli vera kominn með Bjarna Harðar sér við hlið, einkum minnkar það hættuna á að Samfylkingin geri eitthvert bandalag við hægri Framsókn (Valgerði og co) um að þrýsta á að hefja aðildarviðræður að ESB. Verk Framsóknar í umhverfismálum og afstaða sumra Samfylkingarmanna gæti orðið meiri fyrirstaða en samvinna við Sjálfstæðisflokkinn í sama málaflokki, merkilegt nokk. Samt held ég ekki að nokkur stjórnmálaflokkur með fullu viti muni mæla áframhaldandi stóriðju bót. Málefnalega eigum við ágæta samleið með vinstri Samfylkingarfólki og myndum vonandi efla það gegn hægri kratisma sem ég tel ljóð á ráði annarra Samfylkingarmanna.
Margt fleira spilar inn í. Hvað finnst ykkur hinum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook
Vinstri grænn sigur - vinsamlegast ekki stela honum!
13.5.2007 | 05:52
Einu raunverulegu sigurvegarar þessara kosninga eru vinstri græn. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar hvort stjórnin heldur eða fellur, en það má greina ákveðinn vilja nú þegar til að stela þessu sigri frá VG, spekingar ræða SS stjórn og áreiðanlega ekki út í loftið, þar sem Sjálfstæðisflokkur kallar smá uppálöppun á eins verstu afhroð seinni ára ,,sigur" og Samfylkingin sitt tap ýmist sigur eða varnarsigur, og jafnvel Jón Sig hefur notað nóttina í að hagræða orðalagi sínu úr ,,munum ekki sitja áfram" í ,,munum ekki skorast undan ábyrgð". Allt var þetta vissulega fyrirsjáanlegt, en vonbrigðin eru þau sömu.
Eitt er þó eftir í stöðunni. Falli stjórnin formlega, sem enn getur gerst, þá hefst kapphlaup flokksforingja og ég vona að einhver meining hafi verið á bak við yfirlýsingar um að ,,að sjálfsögðu sé stjórnarsamstarfs stjórnarandstöðunnar fyrsti kostur". En við sjáum til, í augnablikini gruna ég ýmsa um græsku, vonandi að ósekju.
Ég er engan veginn farin að sofa, enda bæði með sveigjanlegar svefnvenjur og afskaplega edrú eftir æsispennandi kosninganótt á þægilegri heimaslóð. Hins vegar er tími til kominn að færa sig úr tölvunni, taka linsurnar úr augunum og leyfa útvarpinu að upplýsa mig á milli lestrarlota. Spennusaga sem hefur verið vænrækt að undanförnu verður án efa fulllesin fyrr en varir og svo má alltaf grípa í stærðfræðina, sem er furðu skemmtileg lesning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:57 | Slóð | Facebook
Fallin með 4,9???
12.5.2007 | 23:52
Skyldi ríkisstjórnin ekki örugglega vera fallin?
Skyldi hún vera fallin með 4,9?
Ef þetta verður tæpt, hvað gerist þá?
Við vissum alltaf að þetta yrði spennandi kosninganótt, nú vantar mig bara Guðfríði Lilju inn, sem viðbót við góðan hóp þegar kosinna VG-þingmanna. Gott að hafa fengið sér blund í dag, ekki veitir af. Nú bíð ég bara eftir feðgunum heim, einn að lesa og/eða djamma og annar að klára skyldustörf í kjörstjórn. En fyrir smá stundu var ég reyndar með tvær sjónvarpsstöðvar í gangi og tvö blogg líka. Aðeins að róast í bili, en þetta verður óbærileg spenna, væntanlega í alla nótt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2007 kl. 00:06 | Slóð | Facebook
Kosningadraumar - skyldi annað hvort okkar vera berdreymið?
12.5.2007 | 18:38
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook
X-V fyrir velferð, visku og von (og helst betra veður líka)
12.5.2007 | 01:18
Stund sannleikans rennur upp á morgun og á góðum degi gæti ríkisstjórnin fallið. En þá er það spurningin, hvað kemur í staðinn? Vinstri græn eiga mikið erindi í ríkisstjórn, ekki síst einmitt núna, þegar misskipting og mistök í umhverfismálum lita lífið á þessu annars ágæta landi okkar.
Ég vil að það verði aukin velferð fyrir alla
Ég vil að stjórnviska ráði ferðinni, efnahagsstefna án þenslu sem fylgir stórframkvæmdum
Og ég leyfi mér að halda í þá von að einhverju verði bjargað af því sem verið er að og til stendur að fórna á altari stóriðjunnar
Svo er ég líka í hópi þeirra sem trúa því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum, og eins og ég er nú sólarsækin manneskja, þá met ég það samt svo að gott veður í framtíðinni byggist á ábyrgð í umhverfismálum. Óeðlilegir þurrkar, bráðnun á íshellum og annað slíkt getur leitt yfir okkur aðstæður sem við ráðum ekki við, það er tími til kominn að átta sig á feiknarkrafti náttúrunnar.
Við verðum að vinna ...
11.5.2007 | 19:20
Glímuskjálfti og fréttatúlkanir
11.5.2007 | 09:25
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook