Fátt er svo með öllu gott ...

Fátt er svo með öllu gott að ekki boði nokkuð illt - eða þannig. Auðvitað á ég að vera ánægð með úrslit kosninganna. Samt lafir stjórnin og mér finnst hugmynd um að halda áfram stjórnarsamstarfi vera að breytast í ásetning, úff, það hljómar verulega illa. Vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér. Mér finnst líka afleitt að Guðfríður Lilja hefði þurft að komast inn á þing, og það merkilega er að ég hef ekki hitt nokkra manneskju sem er mér ekki sammála. En kommon! Það þarf þá væntanlega að kjósa hana líka og einhverjir hafa greinilega verið aðeins of volgir. Hins vegar ég veit að það voru afskaplega margir sem merktu við hana og Ögmund, sem er líka einn okkar fremstu fulltrúa af mörgum aldeilis yndislegum, bæði sem náðu kjöri og koma inn næst. Þannig að ég held að það megi jafnvel íhuga það, ef VG fer í ríkisstjórn, hvort Guðfríður Lilja ætti ekki að fá hlutverk við hæfi, hvort sem er ráðuneyti eða annað verðugt hlutverk. Það er auðvitað alltaf erfitt að skipta með verkum þegar svo mörgum hæfum einstaklingum er á að skipa, en svona til íhugunar alla vega, varpa ég þessu fram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ansi leiðinlegt að Guðfríður Lilja komst ekki inn.  En spyrjum að leikslokum (þau eru ekki komin enn).

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Nokkuð víst að stjórnin starfi áfram þó naumur meirihluti sé.  Jónína Bjartmarz komst ekki inn á þing, ætli kæra hennar á hendur Kastljóss hafi haft áhrif þar?

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.5.2007 kl. 23:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband