Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Klúðrum ekki tækifærinu - komum Guðfríði Lilju á þing
11.5.2007 | 01:35
Það er gaman að vera Vinstri græn í Kraganum núna. Listinn sem við kjósum á laugardaginn er glæsilegur. Ögmundur er öruggur inni og enginn deilir um það að hann er mikill óskafulltrúi fyrir sjónarmið vinstri grænna. Við getum auðvitað ekki annað en unnið með hann á þingi og kannski óþarfa tilætlunarsemi að biðja um meira. En ég ætla samt að gera það, því það eina sem ég er að biðja um er að fólk hlýði innri röddinni og noti það tækifæri sem er í sjónmáli.
Sem sagt: Við eigum raunhæft tækifæri til að koma Guðfríði Lilju líka á þing, því ef við teflum þessa skák rétt þá verður hún þingkona vinstri grænna frá og með næstkomandi laugardegi. Hún og Katrín Jakobsdóttir (sem við Kragakjósendur vildum auðvitað líka eiga tækifæri til að kjósa, en látum öðrum það eftir) hafa komið inn í kosningabaráttuna sem sigurvegarar, geislandi persónuleikar með mikið fram að færa. Árangur þeirra er engin tilviljun og það sem enn betra er, þær eru aðeins hluti af okkar glæsilega hópi sem kemur nýr inn í pólitíkina um þessar mundir. Þetta er fólk á öllum aldri sem hefur verið að koma fram á sjónarsviðið að undanförnu, skriðan hefur í rauninni verið allt þetta kjörtímabil og endaði með glæsilegum árangri ungra feminista í forvalinu í vetur.
Held ég þurfi ekki að kynna Guðfríði Lilju hér í bloggheimum, hún gerir það best sjálf, en það sem mér liggur á hjarta er einfalt: Við höfum tækifæri til að fá hana í fullt starf til að vinna að hagsmunamálum okkar og við eigum endilega að nýta það! Hún er öflugur málsvari umhverfisverndar, snjöll að greina og benda á hvar pottur er brotinn í mannréttindum og órög við að gefa sig alla í baráttunni.
Þá þarf maður ekki að horfa á Eurovision á laugardaginn :-(
10.5.2007 | 22:07
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook
Af hverju í ósköpunum er manni ekki sama um Eurovision?
10.5.2007 | 18:43
Ég er reyndar löglega afsökuð í dag þar sem höfundur lagsins er úr vinahópi dóttur minnar, eins og ég þreytist ekki á að segja. Svenni samdi þetta frábæra lag og má vera stoltur. Mér hefur líka alltaf þótt Eiríkur flottur og ég er ekkert hissa á því að hann segir að núna sé hann óvenju spenntur fyrir að lagið nái árangri, þetta er nefnilega lag fyrir rokkara og Eiríkur er rokkari. Það er meira rokk í Eurovision núna en oft áður, hef ég heyrt, og þótt það sé ekki allt jafnt af gæðum, tékkneskja Lordi stælingin er til dæmis alveg skelfileg. En núna er að styttast í úrslitin, hvort Eiríkur kemst áfram í aðalkeppni Eurovision.
Þannig að rokkið er ástæðan fyrir því að mér er ekki sama um Eurovision, í fyrra var mér ekki sama um útkomuna af því mér fannst Sylvia Nótt drottning diss-sins og það var bara gaman. Og þaráður hafði ég ábyggilega einhverja aðra afsökun ....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook
SS stjórn yrði ekki góður kostur
9.5.2007 | 22:51
Flýtur milli Framsóknar og Sjálfstæðismanna?
9.5.2007 | 13:03
Í dag 8.5. 2007 er stjórnin fallin!
8.5.2007 | 22:11
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.5.2007 kl. 00:14 | Slóð | Facebook
Hvað vakir fyrir Valgerði?
7.5.2007 | 18:21
Merkileg yfirlýsing frá Framsókn heyrðist af munni Valgerðar Sverrisdóttur samkvæmt fréttum útvarps kl. 18. Framsókn mun ekki taka þátt í ríkisstjórn með það fylgi sem kannanir úthluta henni, það er um 10% eða jafnvel minna. Spurning hvort það sé hægt að treysta þessu? Og í öðru lagi, segir hún þetta vitandi að Framsókn er oft vanmetin í skoðanakönnunum, sem sagt af því hún (Framsókn) þarf ekki að standa við þetta sé sú tilhneiging eins núna eins og áður? Eða er þetta örvæntingarfullt óp um að nú verði allir að kjósa Framsókn - hrópað út í loftið í trausti þess að skoðanakannanir benda einnig til að margir vilji núverandi ríkisstjórn áfram? Eða er eitthvað annað að gerast innan Framsóknar, er einhver að búa í haginn fyrir sjálfan sig og ef svo er, hver skyldi það vera?
Góð ábending hjá fréttastofu RUV um handhafa forsetavalds
7.5.2007 | 00:00
Vikan þegar allt getur breyst
6.5.2007 | 23:26
Næsta vika getur annað hvort orðið vikan þegar allt breytist, þegar ríkisstjórnin tapar meirihluta sínum og við tekur stjórn jöfnuðar, réttlætis og umhverfisverndar eða vika sem staðfestir stöðnun og óbreytt ástand. Við veljum og vonandi rétt.
Á persónulegri nótum, aldrei þessu vant ekki í prófum sjálf, þótt vor sé brostið á, en hins vegar þá eru krakkarnir mínir í prófum og ströngu námi. Eldsnemma í fyrramálið fer Hanna mín aftur í næstum tveggja mánaða lokatörn í lestri og prófum í Debrecen, en Óli á bara tæpar tvær vikur eftir í sínum prófum og les stíft heima hjá ömmu sinni. Notalegt fjölskyldukvöld okkar Ara og Hönnu í kvöld í Vonarholti hjá Sæunni (tengdamömmu) ásamt mágkonunum og fjölskyldu Sívíar og mömmu, en Óli sat heima og las á meðan.
Við bíðum öll spennt eftir niðurstöðu kosninganna um næstu helgi.
Afmæli í fjölskyldunni
3.5.2007 | 19:07
Hugsa sér, hún dóttir mín er orðin þrítug í dag, og heldur upp á afmælið með því að fara í próf, austur í Ungverjalandi. Ætlar síðan að skjótast heim um helgina, sem betur fer ennþá beint flug hjá Heimsferðum, og svo beint aftur til baka í fleiri próf.
Fjölskylda og vinir samfagna henni um helgina og svo ætlar hún líka að nota tækifærið og kjósa. Eldheit vinstri græn, var meira að segja í fyrstu stjórn Ungra vinstri grænna, ef ég man rétt. Þannig að það verður stutt en viðburðaríkt stopp um helgina heima.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2007 kl. 10:41 | Slóð | Facebook