Lýsi eftir fólki til að bjarga málinu á seinustu stundu

Enn er ekki búið að tilkynna nýjan meirihluta. Er ekki einhver velhugsandi Framsóknarmaður þarna úti sem treystir sér til þess að bjarga málinu á seinustu stundu?
mbl.is Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna, dream on.  Guðni vill þetta.  Þeir hlýða formanninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, ég bara varð að koma þessu á framfæri. Tíminn er ekki runninn út, ennþá!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvernig væri nú bara að efna til aðgerða þar sem við knýjum fram kosningar í borginni?

Hvað skildi þurfa til?

Baldvin Jónsson, 14.8.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð spurning Baldvin, veit einhver hvernig slík bylting er framkvæmd?

Annars verð ég vera sammála Jenný Önnu, þeir fylgja bara sínum ofurviðkvæma formanni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 15:44

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kosningar í borginni eru auðvitað rættlætiskrafa og mikið rosalega væri gott ef hægt væri að knýja þær fram, en þarna er líklega við ósveigjanleg lög að glíma.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 15:54

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þú segir fréttir, Ólafur, ef mögulega væri hægt að kjósa á miðju kjörtímabili, þá myndi það leysa ýmislegt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 18:14

7 Smámynd: AK-72

Þetta er ótækt lengur.

Það hljóta að vera einhverjar lagaklásúlur til sem geta leyft borgurum að setja af valdamenn sem haga sér svona, einn, tveir og þrír. Eða þarf byltingu til þess?

AK-72, 14.8.2008 kl. 19:09

8 Smámynd: Aprílrós

kvitt

Aprílrós, 14.8.2008 kl. 19:13

9 identicon

Hvaða málum þarf að bjarga?   Eru málin ekki í farvegi og verið að mynda starfhæfan meirihluta?   VG og S vilja ekki starfa með Sjálfstæðisflokki og VG á enga málefnalega samleið með Framsókn.   Um það var spurt í morgun og það komu skýr svör frá VG.   Samfylking og VG vissu hug Óskars til t.d. Bitruvirkjunar og þeir brutu samkomulag Tjarnarkvartetsins þegar þeir fögnuðu frestun án umræðu í hópnum.  Hvorugur flokkur ljáði máls á breyttum áherslum og þar með dæmdur þeir Tjarnarkvartetinn úr leik.  

GVald 15.8.2008 kl. 00:07

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég efast ekki um að sumir í Framsókn eru alsælir, en ekki allir. Framsókn á sér félagshyggjuarm sem leið alveg ljómandi vel í Tjarnarkvartettinum. Bitruvirkjun er háð ýmsu öðru en pólitískum vilja, eins og Steinunn Valdís benti á í síðdegisútvarpinu í dag, mæli með að fara á ruv.is og hlusta á hana þar, mjög gott viðtal.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.8.2008 kl. 00:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband