Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þá eru framboðslistar VG í Reykjavík og Suðvestrinu komnir fram. Ég lenti á góðum stað á listanum í Reykjavík norðri - eins og ég reyndar vissi fyrir (reyndar ekki hvort það yrði í norðri eða suðri) en beið með að ræða þar til listinn væri fullgerður - og hlakka til að kjósa Suðvesturlistann sem er mjög skemmtilega skipaður, eins og fyrirsjáanlegt var. Allt getur gerst en horfur eru á að við fáum þrjú þingsæti í öllum kjördæmum nema einu, mér er sagt að núverandi niðurbrot kannana segi að það sé norðvesturkjördæm. Mismunur á stærð kjördæmanna og lítið úrtak í niðurbrotnum tölum getur hins vegar raskað þessu enn meira og kosninganóttin verður spennandi. Mér sýnist þó að ég sé líkleg í varaþingsæti, sem er mjög áhugaverð staða. Eins og ég hef ekki saknað þingsins sem vinnustaðar þessi 14 ár sem eru liðin síðan ég hætti þar, þá sé ég núna lag fyrir hugsjónirnar, lag sem ekki kemur alltaf.
Vinstri græn hafa skýra og góða stefnuskrá. Áherslurnar í kosningabaráttunni núna verða mótaðar á landsfundinum sem hefst núna klukkan þrjú í dag og stendur alla helgina.Þetta verður stutt og snörp barátta, ekki nema fimm vikur til kosninga. Til að tryggja réttlæti, jöfnuð og vönduð vinnubrögð í því gríðarlega átaki sem verður að koma samfélaginu aftur í starfhæft horf og tryggja hag þeirra sem verst eru settir er ekki hægt að sætta sig annað en stjórn með VG innanborðs eftir kosningar. Ábyrgð okkar sem mótum kosningaáherslur er því mikil en veganestið, stefna VG, gott.
Okkar fólk á mjög annríkt við að stjórna landinu og þoka frábærum málum áfram, loksins sjáum við að verið er að vinna heimavinnuna sína til þess að geta tekið á þessum hrikalegu efnahagsmálum. Því miður var komið nánast að auðu borði í mörgum þeim mikilvægu verkefnum sem nú er verið að vinna að, aðgerðaleysi fyrri stjórnar, sem ég var að vona að væri ekki eins svakalegt og virtist vera, var því miður ótrúlegt. Ég er líka sérlega ánægð með afstöðuna sem tekin er gegn mansali og vændi, þar sem áherslan er ekki á að níðast neitt frekar á stúlkunum og konunum sem hafa ,,lent" í þessu hlutskipti heldur beina sjónum sínum að því hvað liggur að baki mansali og þeirri flóknu umræðu sem flest í klám- og kynlífsvæðingu samfélagsins. Mikil kvenfyrirlitning og mannfyrirliting sem þar á sér stað, því við eigum ekki að gleyma því að strákar eru líka hluti fórnarlambanna sem selja sig, þótt fæstir þeirra séu gagngert fluttir til landsins í því skyni, nóg er af innlendum fíklum sem menn virðast reiðubúnir að notfæra sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook
Ætli fólk sé ekki fullfært um að hafa skoðun sjálft - og sé jafnvel hjartanlega sammála Jóhönnu?
19.3.2009 | 17:19
Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook
Vaxtalækkunin - viltu ekki að ég skyrpi í vatnskassann líka?
19.3.2009 | 14:18
Ótrúlega lítil lækkun" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG birtir framboðslista sína í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi í kvöld - og landsfundur um helgina
19.3.2009 | 13:40
Verið að taka á málunum gagnvart svipuðum tilvikum í Bandaríkjum Obama
18.3.2009 | 18:54
Hreinlega siðlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nei, L-listinn er ekki Ástþór
18.3.2009 | 15:38
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook
Ef þið kjósið ekki Vinstri græn eigið þið samt góðan valkost
18.3.2009 | 13:50
L-listinn teflir fram sr. Þórhalli og Guðrúnu í Kraga og NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook
Bullandi málefnaumræða hjá okkur Vinstri grænum - og okkar fólk með uppbrettar ermar
18.3.2009 | 03:10
Málefnaumræðan hjá Vinstri grænum er spennandi þessa dagana og í kvöld lenti ég í því að þurfa eiginlega að sitja tvo málefnafundi samtímis (í feministahópi og utanríkismálahópi), sem merkilegt nokk tókst bara nokkuð vel. Sá fyrri hófst klukkan átta og sá síðari hálftíma seinna þannig að hægt var að ná því helsta úr báðum fundum og ef ég væri líka Ung vinstri græn hefði ég þurft að vera á þremur fundum í kvöld. Um helgina verður landsfundurinn okkar og stefnir í metþátttöku, enda gaman að vera vitni að því að fylgjast með okkar fólki með uppbrettar ermar að taka til hendinni í samfélaginu og fær vonandi að halda því áfram eftir kosningar. Ekki spillir að grasrótin (þar er ég eitt af ýlustráunum) er mjög vel virk og veitir aðhald sem alltaf er þarft, en kann líka vel að meta það sem vel er gert.
Svo var það bara vinna og myndlist í mátulegum hlutföllum líka, eins og venjulega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook
Bókin var góð - vona að myndin sé það einnig
17.3.2009 | 02:19
Norðurlandabúar flykkjast á norræna sakamálamynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fermingarminningar í Vikunni
16.3.2009 | 22:26